Lífið

Lítið mál að vera móðir

Pink segir lítið mál að sinna bæði vinnu sinni og móðurhlutverkinu og er alsæl með dóttur sína.nordicphotos/getty
Pink segir lítið mál að sinna bæði vinnu sinni og móðurhlutverkinu og er alsæl með dóttur sína.nordicphotos/getty
Söngkonan Pink segir lítið mál að sinna bæði vinnu sinni og móðurhlutverkinu. Söngkonan og eiginmaður hennar, Carey Hart, eignuðust dótturina Willow Sage í júní á þessu ári.

„Svo lengi sem brjóstin mín eru komin heim á ákveðnum tíma get ég gert hvað sem er,“ sagði Pink í viðtali við People Magazine. Pink og Hart kynntust árið 2001 og líkt og frægt er orðið bað Pink hans árið 2005 með því að halda uppi spjaldi er á stóð „Viltu giftast mér?“ á meðan Hart keppti í mótorkross. Parið gekk í það heilaga á Kosta Ríka í byrjun árs 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.