Meira brottfall hjá körlum 3. maí 2011 09:32 Nemendur í prófi Mynd: GVA Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Karlar hætta frekar í námi á framhaldsskólastigi en konur. Haustið 2002 voru 3.982 nýnemar í dagskóla á framhaldsskólastigi á Íslandi. Fjórum árum eftir innritun höfðu 51% kvenna og 38% karla verið brautskráð. Bilið á milli karla og kvenna hélst svo til óbreytt þegar hópurinn var skoðaður sex og sjö árum frá upphafi náms. Karlar voru fleiri í hópi brottfallinna fjórum árum frá upphafi náms, 35% á móti 23% kvenna. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þá er þar brautskráning nema í heild sinni skoðuð hjá þessum sama hópi sem hóf nám 2002. Fjórum árum síðar höfðu 45% nýnemanna verið brautskráðir úr námi á framhaldsskólastigi sem var að minnsta kosti tvö ár að lengd. Um 29% nýnemanna höfðu þá hætt námi eða tekið sér tímabundið hlé án þess að vera brautskráðir en 26% voru enn í námi án þess að hafa brautskráðst. Þette kemur fram á vef Hagstofunnar. Árið 2008, sex árum frá upphafi náms, höfðu 58% nýnemanna verið brautskráðir, 29% nýnemanna höfðu hætt námi eða tekið hlé frá námi án þess að vera brautskráðir en 13% voru enn í námi. Árið 2009, sjö árum eftir upphaf náms, hafði hlutfall brautskráðra hækkað í 61% en 28% voru brottfallnir. Það er athyglisvert að stærð þess hóps sem hér er skilgreindur sem brottfallinn úr námi minnkaði aðeins um eitt prósentustig þótt svigrúm til að ljúka námi hafi aukist úr fjórum árum í sjö. Hlutfall þeirra sem voru brautskráðir óx úr 45% í 61% og hlutfall þeirra sem voru enn í námi minnkaði að sama skapi. Um 43% nemenda í bóknámi höfðu verið brautskráðir fjórum árum eftir upphaf náms en 49% nemenda í starfsnámi. Hærra hlutfall brautskráðra í starfsnámi skýrist m.a. af því að í starfsnámi er hægt að ljúka námi eftir tvö eða þrjú ár en fjögur ár þarf til að ljúka flestum bóknámsbrautum. Þannig hafði fjöldi nemenda lokið tveggja ára verslunar- og viðskiptabrautum sem teljast til starfsnámsbrauta. Sjö árum frá upphafi náms höfðu 61% nemenda í bóknámi verið brautskráðir og sömuleiðis 61% nemenda í starfsnámi. Algengt er að nemendur skipti um námsleið í framhaldsskólum. Þannig höfðu 29% nemenda sem innrituðust í starfsnám haustið 2002 lokið bóknámi fjórum árum síðar. Þá höfðu tæp 7% allra nýnema bæði verið brautskráðir úr starfsnámi og bóknámi fjórum árum frá upphafi náms.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira