Enski boltinn

De Jong vill vera áfram hjá Man. City

Hollenski miðjumaðurinn Nigel de Jong segist hafa í hyggju að spila áfram með Man. City og hefur ekki neinar áhyggjur af samningamálum sínum.

Samningur leikmannsins við City rennur út eftir næsta tímabil og illa hefur gengið að ganga frá nýjum samningi.

"Það hefur enginn áhyggjur af þessum málum. Félagið veit hvað ég vil gera og nú er þetta undir stjórn félagsins komið. Ég er mjög ánægður hérna og hjá þessu félagi vil ég vinna titla. Það er engin ástæða til að fara eitthvað annað," sagði De Jong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×