Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 12:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44