Þjóðaratkvæði um framhald viðræðna "ákaflega ólíklegt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. nóvember 2011 12:00 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir ákaflega ólíklegt að áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði borið undir þjóðaratkvæði verði viðræðum ekki lokið eftir kosningarnar 2013, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ályktaði um helgina. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál sem samþykkt var á landsfundi í gær segir að gera skuli „hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Áður en þessi ályktun var samþykkt höfðu landsfundarfulltrúar fellt tvær breytingartillögur sem gengu nokkuð lengra og fjölluðu um að draga bæri aðildarumsókn til baka. Þrátt fyrir það er ályktun flokksins býsna skýr og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist bundinn af henni færi hann í ríkisstjórn. Það þýðir að verði það niðurstaðan mun hann setja áframhald aðildarviðræðna í dóm þjóðarinnar verði þeim ekki lokið eftir þingkosningarnar 2013.Of snemmt að pæla í stjórnarmyndun eftir kosningar Fréttastofa bar ályktun landsfundar undir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Ef, og ég endurtek, ef svo fer að þessir tveir flokkar mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar 2013, gæti Samfylkingin farið í slíkt samstarf ef Sjálfstæðisflokkurinn gerði kröfu um að bera áframhald aðildarviðræðna í þjóðaratkvæði? „Mér finnst það ákaflega ólíklegt, nema að því leytinu til að ef við verðum komin það langt með aðildarviðræðurnar að það beinlínis sé næsta skref að bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði þá getur það að ýmsu leyti fallið saman. En ég tel að það sé alltof snemmt að pæla í einhverju sem varðar ríkisstjórn eftir kosningar. Við ætlum að klára þetta fyrst og ég ætla uppfylla það hlutverk sem Alþingi fól mér að koma heim með samning sem þjóðin fær að kjósa um. Þessi niðurstaða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur heldur styrkt þá stöðu því flokkurinn kolfellur ekki eina, heldur tvær tillögur, um að slíta viðræðunum," segir Össur. Hann segir að enn sé raunhæft að stefna að því að ljúka viðræðunum fyrir kosningarnar 2013. „Ég hef nú aldrei gefið sjálfur út neinar tímasetningar en stækkunarstjóri Evrópusambandsins sem hér var á ferð, hann taldi að það væri raunhæft markmið að reyna að ljúka viðræðum fyrir kosningar. Hvort að það tekst, það verður tíminn að leiða í ljós, en viðræðurnar ganga vel. Þær eru á áætlun. Það sem skiptir mestu fyrir okkur er að ná að opna kafla um landbúnað og fiskveiðar því ég tel að við þurfum mikinn tíma til að ljúka þeim. Ég er mjög bjartsýnn á þetta," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Tillaga Tómasar Inga kolfelld - vilja samt hlé á aðildarviðræðum Tillaga Tómasar Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, var felld. Hann lagði fram breytingartillögu sem gekk út á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Alls greiddu 1026 atkvæði. Já sögðu 355. Nei sögðu 665. Auðir og ógildir seðlar voru sex. Því var tillaga Tómasar Inga felld með miklum meirihluta. 20. nóvember 2011 14:44