Innlent

Átti von á að þetta yrði naumt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sat í samninganefndinni.
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sat í samninganefndinni.
„Mín tilfinning var sú að þetta væri mjög naumt,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem sat í Icesave samninganefndinni fyrir hönd Íslands. Hann segir niðurstöðuna vera meira afgerandi en hann bjóst við.

„Ég held að það liggi í hlutarins eðli að það er mjög erfitt að kynna málið mjög ítarlega og sá sem ætlar að tala fyrir samingunum að hann ætlar að tala fyrir sjálfskuldarábyrgð fyrir fólk,“ segir Jóhannes Karl Sveinsson. 

„Ég held að menn reyni að vinna eins vel úr þessu, eins og hægt er,“ segir Jóhannes Karl aðspurður um næstu skref. Hann segir að stjórnvöld hafi reynt að gera eins vel og þau gátu til að reyna að ljúka þessu með sátt. Til dæmis í samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

„Ég held að við reynum bara að útskýra fyrir umheiminum hvernig þetta er. Það er ekkert annað í boði. Það hrynur ekkert yfir okkur á morgun. Við verðum bara að vinna úr þessu skipulega,“ segir Jóhannes Karl.  





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×