Innlent

Munu hittast eftir helgi og fara yfir stöðu mála

Boði Logason skrifar
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
„Við höfum reiknað með að þetta yrði samþykkt en nú eru þær forsendur breyttar," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, aðspurður um hans viðbrögð við fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni en samkvæmt þeim hafnar meirihluti þjóðarinnar Icesave-samningnum.

Hann segir að aðilar vinnumarkaðsins muni hittast á mánudaginn og fara yfir stöðu mála. „Það er svo sem ekkert óvænt í þessu í sjálfu sér," segir Vilhjálmur og bendir á að skoðanakannanir hafi bent til þess að þetta yrði niðurstaðan.

Hann hefur sagt að með því að hafna samningnum gæti það haft áhrif á atvinnulífið, lánafyrirgreiðslur og lánshæfismat. En eins og fyrr segir, munu aðilar vinnumarkaðsins hittast á mánudaginn og fara yfir stöðu mála.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×