Árni Þór víkur sæti sem þingflokksformaður 13. apríl 2011 13:02 Árni Þór Sigurðsson. MYND/GVA Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG hefur ákveðið að víkja úr starfi formanns þingflokksins sem hann var kjörinn í á sunnudaginn var. Kjörið hefur verið umdeilt en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafði gegnt stöðunni þangað til hún fór í fæðingarorlof. Þegar hún sneri aftur var kosið um stöðuna og sigraði Árni Guðfríði með 2/3 atkvæða. Ýmsir þingmenn VG hafa hinsvegar gagnrýnt málið og nú hefur Árni ákveðið að stíga til hliðar. „Aldrei hefur hvarflað að mér að taka að mér starf sem ég nýt ekki stuðnings til eða skilyrða störf fyrir flokkinn eða stuðning minn við ríkisstjórn því að ég hefði með höndum tiltekin embætti," segir Árni meðal annars í yfirlýsingu og segir það einlæga ósk sína að þingflokkurinn geti sameinast um öfluga og samhenta stjórn „ í þeim vandasömu og krefjandi störfum sem bíða þings og þjóðar á næstunni." Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni: „Samkvæmt samþykktum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er stjórn þingflokksins kjörin til eins árs í senn við upphaf haustþings. Á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hinn 10. apríl sl. var kjörin ný stjórn í þingflokknum. Fór kjörið fram í samræmi við samþykkt aðalfundar þingflokksins þann 4. október sl. en þar var eftirfarandi samþykkt gerð: „Þingflokkurinn samþykkir, vegna sérstakra aðstæðna, að framlengja umboð fráfarandi stjórnar og fresta kosningu nýrrar stjórnar fyrir starfsárið 2010 - 2011 þar til núverandi formaður tekur á ný sæti á Alþingi að loknu fæðingarorlofi. Þangað til gegnir Árni Þór Sigurðsson formennsku í þingflokknum, Þuríður Backman varaformennsku, Lilja Rafney Magnúsdóttir gegnir starfi ritara þingflokksins og Atli Gíslason er varamaður." Tillagan var einróma samþykkt. Í ljósi þessa lá fyrir þegar í haust að kosning stjórnar þingflokks færi fram þegar þáverandi formaður snéri úr fæðingarorlofi. Það sem af er þessu þingi, og raunar gott betur, hefur undirritaður verið starfandi formaður þingflokksins og varð það niðurstaða aukins meirihluta þingflokksins að halda þeirri skipan til loka þingsins, en þá yrði kjörin ný stjórn í samræmi við samþykktir þingflokksins. Aldrei hefur hvarflað að mér að taka að mér starf sem ég nýt ekki stuðnings til eða skilyrða störf fyrir flokkinn eða stuðning minn við ríkisstjórn því að ég hefði með höndum tiltekin embætti. Það kom mér í opna skjöldu að löngu ákveðinni kosningu um það eitt að ákveða skipan stjórnar þingflokksins þá fáu mánuði sem eftir lifa yfirstandandi þings yrði tekið með þeim hætti sem raun ber vitni. Mér þykir miður að það mál hefur að ósekju verið persónugert og tengt bæði kvenfrelsisstefnu flokksins og lögum um fæðingarorlof. Sú umræða er skaðleg okkar flokki og þar með óásættanleg. Kjör mitt í starf formanns þingflokksins hefur vakið mikla umræðu og reynst umdeilt, enda þótt um 2/3 hlutar þingmanna flokksins hafi greitt mér atkvæði. Í ljósi þessa og annarra aðstæðna, hef ég ákveðið að víkja úr starfi þingflokksformanns og vona að sú ákvörðun verði til þess að sætta ólík sjónarmið innan þingflokksins. Er það einlæg ósk mín að þingflokkurinn geti sameinast um öfluga og samhenta stjórn í þeim vandasömu og krefjandi störfum sem bíða þings og þjóðar á næstunni." Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG hefur ákveðið að víkja úr starfi formanns þingflokksins sem hann var kjörinn í á sunnudaginn var. Kjörið hefur verið umdeilt en Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hafði gegnt stöðunni þangað til hún fór í fæðingarorlof. Þegar hún sneri aftur var kosið um stöðuna og sigraði Árni Guðfríði með 2/3 atkvæða. Ýmsir þingmenn VG hafa hinsvegar gagnrýnt málið og nú hefur Árni ákveðið að stíga til hliðar. „Aldrei hefur hvarflað að mér að taka að mér starf sem ég nýt ekki stuðnings til eða skilyrða störf fyrir flokkinn eða stuðning minn við ríkisstjórn því að ég hefði með höndum tiltekin embætti," segir Árni meðal annars í yfirlýsingu og segir það einlæga ósk sína að þingflokkurinn geti sameinast um öfluga og samhenta stjórn „ í þeim vandasömu og krefjandi störfum sem bíða þings og þjóðar á næstunni." Yfirlýsingin fer hér á eftir í heild sinni: „Samkvæmt samþykktum þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er stjórn þingflokksins kjörin til eins árs í senn við upphaf haustþings. Á fundi þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hinn 10. apríl sl. var kjörin ný stjórn í þingflokknum. Fór kjörið fram í samræmi við samþykkt aðalfundar þingflokksins þann 4. október sl. en þar var eftirfarandi samþykkt gerð: „Þingflokkurinn samþykkir, vegna sérstakra aðstæðna, að framlengja umboð fráfarandi stjórnar og fresta kosningu nýrrar stjórnar fyrir starfsárið 2010 - 2011 þar til núverandi formaður tekur á ný sæti á Alþingi að loknu fæðingarorlofi. Þangað til gegnir Árni Þór Sigurðsson formennsku í þingflokknum, Þuríður Backman varaformennsku, Lilja Rafney Magnúsdóttir gegnir starfi ritara þingflokksins og Atli Gíslason er varamaður." Tillagan var einróma samþykkt. Í ljósi þessa lá fyrir þegar í haust að kosning stjórnar þingflokks færi fram þegar þáverandi formaður snéri úr fæðingarorlofi. Það sem af er þessu þingi, og raunar gott betur, hefur undirritaður verið starfandi formaður þingflokksins og varð það niðurstaða aukins meirihluta þingflokksins að halda þeirri skipan til loka þingsins, en þá yrði kjörin ný stjórn í samræmi við samþykktir þingflokksins. Aldrei hefur hvarflað að mér að taka að mér starf sem ég nýt ekki stuðnings til eða skilyrða störf fyrir flokkinn eða stuðning minn við ríkisstjórn því að ég hefði með höndum tiltekin embætti. Það kom mér í opna skjöldu að löngu ákveðinni kosningu um það eitt að ákveða skipan stjórnar þingflokksins þá fáu mánuði sem eftir lifa yfirstandandi þings yrði tekið með þeim hætti sem raun ber vitni. Mér þykir miður að það mál hefur að ósekju verið persónugert og tengt bæði kvenfrelsisstefnu flokksins og lögum um fæðingarorlof. Sú umræða er skaðleg okkar flokki og þar með óásættanleg. Kjör mitt í starf formanns þingflokksins hefur vakið mikla umræðu og reynst umdeilt, enda þótt um 2/3 hlutar þingmanna flokksins hafi greitt mér atkvæði. Í ljósi þessa og annarra aðstæðna, hef ég ákveðið að víkja úr starfi þingflokksformanns og vona að sú ákvörðun verði til þess að sætta ólík sjónarmið innan þingflokksins. Er það einlæg ósk mín að þingflokkurinn geti sameinast um öfluga og samhenta stjórn í þeim vandasömu og krefjandi störfum sem bíða þings og þjóðar á næstunni."
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira