Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi 18. apríl 2011 19:30 Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. Statoil tilkynnti í byrjun mánaðarins um mesta olíufund í sögu Noregs í meira en áratug, um tvöhundruð kílómetra norðvestur af Hammerfest. Svartsýni var þá farið gæta enda var Statoil búið að leita lengi í Barentshafi með litlum árangri þegar menn duttu loks í lukkupottinn. Jannik Lindbæk, upplýsingafulltrúi Statoil, segir að boraðar hafi verið í allt áttatíu leitarholur. "Og fyrir stuttu fundum við mikið magn. Þetta er stærsti fundur síðustu tíu ár," segir talsmaðurinn og bætir við: "Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa vinnslu í Barentshafi svo það er ljóst að þetta verður á næstu árum mjög mikilvægt svæði fyrir Statoil." Fyrir samfélögin í Norður-Noregi verða áhrifin gríðarleg. Þar eru framundan fjárfestingar sem hlaupa á þúsundum milljarða króna. Talsmaður olíusamtaka Norður-Noregs, Arvid Jensen, spáir því að í hönd fari uppbygging fyrir yfir fjögur þúsund milljarða króna. Oddvitinn í Tromsö, Arild Hausberg, segir að olíufundurinn hafi þegar haft svo uppörvandi áhrif í Norður-Noregi að þar sjáist munur á lund manna þessa dagana. Oddvitinn í Hammerfest, Alf Jakobsen, segist ekki aðeins finna fyrir áhuga fyrirtækja í olíugeiranum heldur einnig á mörgum öðrum sviðum. Hann hefur þegar séð hvaða áhrif uppbygging gasvinnslustöðvarþar hafði. "Bara í Hammerfest höfum við fengið um það bil fimm hundruð nýja íbúa vegna þessa og þar af eru flestir á aldrinum 20-39 ára," segir oddvitinn. "Það þýðir að íbúarnir verða yngri, - unga fólkið flytur aftur heim og þess bíða spennandi störf. " Flugvöllurinn í Tromsö á eftir að fá aukið vægi og orðin spurning hvort hann verði ekki freistandi áfangastaður fyrir íslensk flugfélög.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent