Mega ekki selja bensín frá Líbíu - almenningur nýtur góðs af Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. apríl 2011 11:00 Farmurinn kom til Íslands í morgun. Mynd/ Atlantsolía. Atlantsolía situr uppi með heilan skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Ástæðan er viðskiptabann á Líbíu sem sett var á með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var fyrir um tveimur vikum síðan. Í ljósi þess að farmurinn var lagður af stað áður en bannið var sett á er óljóst hvað gera á við hann. Ómögulegt er að skila honum sökum ástandsins í Líbíu. Sölubannið er hins vegar í gildi. Atlantsolía hefur því ákveðið að gefa íslenskum bifreiðaeigendum farminn. „Þetta er í rauninni alls ekki góð staða fyrir okkur, en við sjáum samt tækifæri í þessu til þess að láta gott af okkur leiða," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að gefa almenningi farminn. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við gefum almenningi þennan farm. Við höfum því ákveðið að gefa hundrað Íslendingum ársbirgðir af eldsneyti," segir Hugi. Bensínið verður gefið þannig að Atlantsolía mun gefa út sérstakan dælulykil með innistæðu fyrir 2500 lítrum af bensíni. Það verða hundrað heppnir sem fá slíkan dælulykil. Hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til þess að skrá sig. „Fyrstur kemur, fyrstur fær," segir Hugi að lokum. Smelltu hér til að vera með. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Atlantsolía situr uppi með heilan skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Ástæðan er viðskiptabann á Líbíu sem sett var á með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var fyrir um tveimur vikum síðan. Í ljósi þess að farmurinn var lagður af stað áður en bannið var sett á er óljóst hvað gera á við hann. Ómögulegt er að skila honum sökum ástandsins í Líbíu. Sölubannið er hins vegar í gildi. Atlantsolía hefur því ákveðið að gefa íslenskum bifreiðaeigendum farminn. „Þetta er í rauninni alls ekki góð staða fyrir okkur, en við sjáum samt tækifæri í þessu til þess að láta gott af okkur leiða," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. Hann segir að fyrirtækið hafi ákveðið að gefa almenningi farminn. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við gefum almenningi þennan farm. Við höfum því ákveðið að gefa hundrað Íslendingum ársbirgðir af eldsneyti," segir Hugi. Bensínið verður gefið þannig að Atlantsolía mun gefa út sérstakan dælulykil með innistæðu fyrir 2500 lítrum af bensíni. Það verða hundrað heppnir sem fá slíkan dælulykil. Hægt er að smella á hlekkinn hér að neðan til þess að skrá sig. „Fyrstur kemur, fyrstur fær," segir Hugi að lokum. Smelltu hér til að vera með.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira