Enski boltinn

Joey Barton telur að hann sé besti enski miðjumaðurinn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Joey Barton leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle er vanur því að vekja athygli á sjálfum sé með undarlegum uppákomum og framkomu. Hann heldur sínu striki í viðtali sem birt var í frönsku fótboltatímariti, So Foot.
Joey Barton leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle er vanur því að vekja athygli á sjálfum sé með undarlegum uppákomum og framkomu. Hann heldur sínu striki í viðtali sem birt var í frönsku fótboltatímariti, So Foot. Nordic Photos/Getty Images
Joey Barton leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle er vanur því að vekja athygli á sjálfum sé með undarlegum uppákomum og framkomu. Hann heldur sínu striki í viðtali sem birt var í frönsku fótboltatímariti, So Foot.

Þar gagnrýnir Barton m.a. Fabio Capello þjálfara enska landsliðsins fyrir að velja Gareth Barry í landsliðið – og Barton telur að Capello getið valið mun betri miðjumenn í liðið og þar sé hann sjálfur fremstur á meðal jafningja.

Barton segir m.a. í viðtalinu að Barry sé „kennarasleikja" og hann gagnrýnir einnig Frank Lampard leikmann Chelsea í þessu viðtali þar sem Barton lýsir því yfir að England muni ekki standa uppi sem heimsmeistarar í fótbolta í næstu 50 keppnum.

„Ég er besti miðjumaðurinn á Englandi," segir Barton í viðtalinu og hann er sannfærður um að hann sé besti valkosturinn fyrir Capello. Barton hefur leikið einn landsleik á ferlinum þar sem hann kom inná sem varamaður gegn Spánverjum árið 2007.

„Luka Modric og Samir Nasri eru góðir leikmenn en ef litið er yfir ensku leikmennina er Jack Wilshere góður en Frank Lampard er á niðurleið og Steven Gerrard er mikið meiddur," segir Barton m.a. í viðtalinu og sparar ekki stóru orðin þegar hann gagnrýnir Barry sem hefur leikið 46 landsleiki.

„Ég missi ekki svefn þegar ég á að mæta Barry. Hann er með góðan umboðsmann og hann er alltaf á fremsta bekk, og er sammála landsliðsþjálfaranum. Sáuð þið fjórða markið sem Þjóðverjar skoruðu gegn Englandi á HM? Barry var eins og skjaldbaka að elta héra þegar Mesut Ozil skoraði markið," segir hinn litríki Joey Barton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×