Innlent

Bíll og kerra fuku út af á Öxnadalsheiði

Bíll og kerra sem hann dró, fuku út af veginum um Öxnadalsheiði í gærkvöldi, í snarpri vindhviðu,  og höfnuðu á hliðinni. Engan sakaði.

Kerra, sem annar bíll dró í Öxnadalnum, fauk líka á hliðina og flutningabíll lenti í vanda á Holtavörðuheiði vegna hvassviðris þar, en málsatvik liggja ekki fyrir. Veður hefur nú lægt á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×