Íslensk ull til hamfarasvæðanna í Japan 8. apríl 2011 10:45 Þrjár japanskar konur sem búið hafa hér á landi áratugum saman hafa tekið sig saman og skipulagt átak sem miðar að því að senda íslenskan ullarfatnað til hamfarasvæðanna í Japan. Pósturinn hefufr slegist í lið með þeim og í aprílmánuði kostar ekkert að senda hlífðarfatnað til Japans. Konurnar, þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura, vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær. Í samstarfi við Póstinn vilja þær hvetja landsmenn til að leggja hamfarasvæðum Japans lið á þessum erfiðu tímum en landsmenn takast nú á við afleiðingar risajarðskjálftans og flóðbylgjunnar. „Þær voru búnar að hugsa lengi hvernig þær gætu lagt sitt af mörkum og komust að því að erfitt er að senda hjálpargögn á þau svæði sem verst urðu úti. Þær fengu upplýsingar um það að mikil þörf er á hlífðarfatnaði og byrjuðu þær því að hekla og prjóna úr íslensku ullinni. Á síðasta ári fóru þær á prjónanámskeið fyrir byrjendur þar sem þær kynntust gæðum íslensku ullarinnar sem þær segja að sé bæði létt og hlý," segir í tilkynningu. Þá hafa konurnar fengið Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í lið með sér þar sem allir keppast við að prjóna jafnt starfsfólk, vistfólk og aðstandendur þeirra. „Einnig hafa bæst í hópinn kvenfélagskonur í Grensáskirkju ásamt starfsfólki Hagstofu Íslands er þar vinnur Yayoi." „Viðræður hafa einnig átt sér stað við skólastjóra í Garðabæ, bæði í grunnskólum og framhaldsskólanum um að nemendur leggi málefninu lið með því að prjóna fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan." Konurnar óska nú eftir hlífðarfatnaði úr íslenskri ull eins og peysum, vettlingum, sokkum, húfum og treflum. Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt er um að gera að senda þeim Miyako, Yoko og Yayoi póst á netfangið hjalpumjapan@postur.is og þær munu koma sendingunum til skila á rétta staði þar sem þörf er á. „Þær hvetja einnig fólk að setja smá skilaboð inn í t.d. vettlinga, það skipti svo miklu máli á svona stundu að fá jákvæð skilaboð. Þær segja nú þegar vera snortnar yfir því hvað margir Íslendingar hafi áhuga á að hjálpa þeim sem illa urðu úti í hamförunum." Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Þrjár japanskar konur sem búið hafa hér á landi áratugum saman hafa tekið sig saman og skipulagt átak sem miðar að því að senda íslenskan ullarfatnað til hamfarasvæðanna í Japan. Pósturinn hefufr slegist í lið með þeim og í aprílmánuði kostar ekkert að senda hlífðarfatnað til Japans. Konurnar, þær Miyako Þórðarson, Yoko Arai og Yayoi Shimomura, vildu gera eitthvað til að hjálpa löndum sínum í Japan og höfðu því samband við Póstinn um að aðstoða þær. Í samstarfi við Póstinn vilja þær hvetja landsmenn til að leggja hamfarasvæðum Japans lið á þessum erfiðu tímum en landsmenn takast nú á við afleiðingar risajarðskjálftans og flóðbylgjunnar. „Þær voru búnar að hugsa lengi hvernig þær gætu lagt sitt af mörkum og komust að því að erfitt er að senda hjálpargögn á þau svæði sem verst urðu úti. Þær fengu upplýsingar um það að mikil þörf er á hlífðarfatnaði og byrjuðu þær því að hekla og prjóna úr íslensku ullinni. Á síðasta ári fóru þær á prjónanámskeið fyrir byrjendur þar sem þær kynntust gæðum íslensku ullarinnar sem þær segja að sé bæði létt og hlý," segir í tilkynningu. Þá hafa konurnar fengið Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði í lið með sér þar sem allir keppast við að prjóna jafnt starfsfólk, vistfólk og aðstandendur þeirra. „Einnig hafa bæst í hópinn kvenfélagskonur í Grensáskirkju ásamt starfsfólki Hagstofu Íslands er þar vinnur Yayoi." „Viðræður hafa einnig átt sér stað við skólastjóra í Garðabæ, bæði í grunnskólum og framhaldsskólanum um að nemendur leggi málefninu lið með því að prjóna fyrir fórnarlömb hamfaranna í Japan." Konurnar óska nú eftir hlífðarfatnaði úr íslenskri ull eins og peysum, vettlingum, sokkum, húfum og treflum. Ef fólk hefur áhuga á að taka þátt er um að gera að senda þeim Miyako, Yoko og Yayoi póst á netfangið hjalpumjapan@postur.is og þær munu koma sendingunum til skila á rétta staði þar sem þörf er á. „Þær hvetja einnig fólk að setja smá skilaboð inn í t.d. vettlinga, það skipti svo miklu máli á svona stundu að fá jákvæð skilaboð. Þær segja nú þegar vera snortnar yfir því hvað margir Íslendingar hafi áhuga á að hjálpa þeim sem illa urðu úti í hamförunum."
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent