Borgin býður út verkefni fyrir yfir 200 milljónir 8. apríl 2011 12:53 Ráðhús Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti í gær framkvæmdaáætlanir við endurgerð og endurbætur grunnskólalóða í Reykjavík fyrir 100 milljónir og við leikskólalóðir fyrir 35 milljónir samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum. Einnig var samþykkt áætlun fyrir 70 milljónir til framkvæmda sem bæta umferðaröryggi með áherslu á endurbætur vegna vástaða og gönguleiða skólabarna. Allar þessar framkvæmdir eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins, en með samþykkt borgarráðs í gær er gefið grænt ljós á að bjóða verkin út og verður það gert á næstu dögum. Verkefnin sem boðin verða út eru mörg og um alla borg. Einkenni á þessum stóra verkefnapakka er að unnið verður inn í grónu umhverfi og einnig eru verkefnin fjölþætt sem þýðir að þau eru mannaflsfrek og það ætti að gleðja vinnufúsar hendur. Hluti verkefnanna lítur að hönnun og leggur það grunn að framkvæmdatillögum næsta árs. Gera má ráð fyrir að þessi verkefni skapi tímabundin störf sem nema um 180 mannmánuðum á árinu 2011. Unnið verður við ellefu skólalóðir í borginni og gerir áætlunin ráð fyrir 100 milljónum eins og áður segir. Meðal verkefna er endurgerð hleðsluveggja, bætt lýsing, girðingar og síðan er endurgerð skólalóða eða hluta þeirra. Þar ber hæst endurgerð á lóð Seljaskóla. Eins og gefur að skilja kemur meginþungi vinnu við skólalóðirnar á sumarið þegar skólarnir eru í fríi. Framkvæmdafé vegna leikskólalóða er 35 milljónir og deilist það á sex staði. Margvíslegar lagfæringar verða gerðar á fjórum stöðum og hönnun vegna endurgerðar á tveimur stöðum. Til úrbóta á 22 skilgreindum vástöðum í umferðinni verður varið nær 50 milljónum króna og til endurbóta á 18 stöðum tengdum gönguleiðum skólabarna fara nær 20 milljónir. Samtals 70 milljónir. Framkvæmdir á þessum stöðum dreifist yfir sumarið og fram á haust, en gert er ráð fyrir verklokum um miðjan október. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær framkvæmdaáætlanir við endurgerð og endurbætur grunnskólalóða í Reykjavík fyrir 100 milljónir og við leikskólalóðir fyrir 35 milljónir samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum. Einnig var samþykkt áætlun fyrir 70 milljónir til framkvæmda sem bæta umferðaröryggi með áherslu á endurbætur vegna vástaða og gönguleiða skólabarna. Allar þessar framkvæmdir eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins, en með samþykkt borgarráðs í gær er gefið grænt ljós á að bjóða verkin út og verður það gert á næstu dögum. Verkefnin sem boðin verða út eru mörg og um alla borg. Einkenni á þessum stóra verkefnapakka er að unnið verður inn í grónu umhverfi og einnig eru verkefnin fjölþætt sem þýðir að þau eru mannaflsfrek og það ætti að gleðja vinnufúsar hendur. Hluti verkefnanna lítur að hönnun og leggur það grunn að framkvæmdatillögum næsta árs. Gera má ráð fyrir að þessi verkefni skapi tímabundin störf sem nema um 180 mannmánuðum á árinu 2011. Unnið verður við ellefu skólalóðir í borginni og gerir áætlunin ráð fyrir 100 milljónum eins og áður segir. Meðal verkefna er endurgerð hleðsluveggja, bætt lýsing, girðingar og síðan er endurgerð skólalóða eða hluta þeirra. Þar ber hæst endurgerð á lóð Seljaskóla. Eins og gefur að skilja kemur meginþungi vinnu við skólalóðirnar á sumarið þegar skólarnir eru í fríi. Framkvæmdafé vegna leikskólalóða er 35 milljónir og deilist það á sex staði. Margvíslegar lagfæringar verða gerðar á fjórum stöðum og hönnun vegna endurgerðar á tveimur stöðum. Til úrbóta á 22 skilgreindum vástöðum í umferðinni verður varið nær 50 milljónum króna og til endurbóta á 18 stöðum tengdum gönguleiðum skólabarna fara nær 20 milljónir. Samtals 70 milljónir. Framkvæmdir á þessum stöðum dreifist yfir sumarið og fram á haust, en gert er ráð fyrir verklokum um miðjan október.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira