Borgin býður út verkefni fyrir yfir 200 milljónir 8. apríl 2011 12:53 Ráðhús Reykjavíkur. Borgarráð samþykkti í gær framkvæmdaáætlanir við endurgerð og endurbætur grunnskólalóða í Reykjavík fyrir 100 milljónir og við leikskólalóðir fyrir 35 milljónir samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum. Einnig var samþykkt áætlun fyrir 70 milljónir til framkvæmda sem bæta umferðaröryggi með áherslu á endurbætur vegna vástaða og gönguleiða skólabarna. Allar þessar framkvæmdir eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins, en með samþykkt borgarráðs í gær er gefið grænt ljós á að bjóða verkin út og verður það gert á næstu dögum. Verkefnin sem boðin verða út eru mörg og um alla borg. Einkenni á þessum stóra verkefnapakka er að unnið verður inn í grónu umhverfi og einnig eru verkefnin fjölþætt sem þýðir að þau eru mannaflsfrek og það ætti að gleðja vinnufúsar hendur. Hluti verkefnanna lítur að hönnun og leggur það grunn að framkvæmdatillögum næsta árs. Gera má ráð fyrir að þessi verkefni skapi tímabundin störf sem nema um 180 mannmánuðum á árinu 2011. Unnið verður við ellefu skólalóðir í borginni og gerir áætlunin ráð fyrir 100 milljónum eins og áður segir. Meðal verkefna er endurgerð hleðsluveggja, bætt lýsing, girðingar og síðan er endurgerð skólalóða eða hluta þeirra. Þar ber hæst endurgerð á lóð Seljaskóla. Eins og gefur að skilja kemur meginþungi vinnu við skólalóðirnar á sumarið þegar skólarnir eru í fríi. Framkvæmdafé vegna leikskólalóða er 35 milljónir og deilist það á sex staði. Margvíslegar lagfæringar verða gerðar á fjórum stöðum og hönnun vegna endurgerðar á tveimur stöðum. Til úrbóta á 22 skilgreindum vástöðum í umferðinni verður varið nær 50 milljónum króna og til endurbóta á 18 stöðum tengdum gönguleiðum skólabarna fara nær 20 milljónir. Samtals 70 milljónir. Framkvæmdir á þessum stöðum dreifist yfir sumarið og fram á haust, en gert er ráð fyrir verklokum um miðjan október. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær framkvæmdaáætlanir við endurgerð og endurbætur grunnskólalóða í Reykjavík fyrir 100 milljónir og við leikskólalóðir fyrir 35 milljónir samkvæmt tilkynningu frá borgaryfirvöldum. Einnig var samþykkt áætlun fyrir 70 milljónir til framkvæmda sem bæta umferðaröryggi með áherslu á endurbætur vegna vástaða og gönguleiða skólabarna. Allar þessar framkvæmdir eru í samræmi við fjárhagsáætlun ársins, en með samþykkt borgarráðs í gær er gefið grænt ljós á að bjóða verkin út og verður það gert á næstu dögum. Verkefnin sem boðin verða út eru mörg og um alla borg. Einkenni á þessum stóra verkefnapakka er að unnið verður inn í grónu umhverfi og einnig eru verkefnin fjölþætt sem þýðir að þau eru mannaflsfrek og það ætti að gleðja vinnufúsar hendur. Hluti verkefnanna lítur að hönnun og leggur það grunn að framkvæmdatillögum næsta árs. Gera má ráð fyrir að þessi verkefni skapi tímabundin störf sem nema um 180 mannmánuðum á árinu 2011. Unnið verður við ellefu skólalóðir í borginni og gerir áætlunin ráð fyrir 100 milljónum eins og áður segir. Meðal verkefna er endurgerð hleðsluveggja, bætt lýsing, girðingar og síðan er endurgerð skólalóða eða hluta þeirra. Þar ber hæst endurgerð á lóð Seljaskóla. Eins og gefur að skilja kemur meginþungi vinnu við skólalóðirnar á sumarið þegar skólarnir eru í fríi. Framkvæmdafé vegna leikskólalóða er 35 milljónir og deilist það á sex staði. Margvíslegar lagfæringar verða gerðar á fjórum stöðum og hönnun vegna endurgerðar á tveimur stöðum. Til úrbóta á 22 skilgreindum vástöðum í umferðinni verður varið nær 50 milljónum króna og til endurbóta á 18 stöðum tengdum gönguleiðum skólabarna fara nær 20 milljónir. Samtals 70 milljónir. Framkvæmdir á þessum stöðum dreifist yfir sumarið og fram á haust, en gert er ráð fyrir verklokum um miðjan október.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent