Sex íslenskar konur lentu í lífsháska í Kambódíu Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 13:33 Ferjuslys eru því miður mjög algeng í Asíu, ekki síst vegna yfirfullra ferja. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent