Sex íslenskar konur lentu í lífsháska í Kambódíu Valur Grettisson skrifar 8. apríl 2011 13:33 Ferjuslys eru því miður mjög algeng í Asíu, ekki síst vegna yfirfullra ferja. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni út að borða,“ sagði ein af sex ungum konum um tvítugt sem lentu í lífsháska í Sihanouk ville í Kambódíu í gær þegar bátur sem þær voru á hvolfdi. Konurnar voru um borð í bát sem ein þeirra segir að hafi verið yfirfullur af ferðamönnum. Bátnum hvolfdi skyndilega en ein þeirra var á þeim tíma inni á klósetti bátsins. Henni tókst með naumindum að koma sér út áður en slysið varð. Stúlkurnar lýsa því þannig að farþegarnir hefðu verið að hlusta á tónlist, hoppað út í hlýjan sjóinn og haft gaman af ferðinni áður en báturinn valt. Ferðin var á vegum skemmtistaðar og eru svona ferðir oft kallaðar „búskrús“. Í erlendum fjölmiðlum af málinu segir að drukknir ferðamenn hafi dansað af slíku offorsi að báturinn hefði að lokum oltið. Konurnar segja þetta rangt, báturinn hafi verið óstöðugur allan tímann, auk þess sem of margir farþegar hafi verið um borð, eða alls 92 samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Það varð þeim til happs að fiskibátur var nærri þegar báturinn valt auk þess sem það var bjart úti. Hún segir að flestum hafi verið bjargað fljótlega. „Við sluppum með skrámur en erum að öðru leytinu til í lagi,“ segir konan sem Vísir ræddi við en ekki voru allir svo heppnir. Einn kvenkynsfarþegi nefbrotnaði þegar báturinn valt. „Þetta hefði getað farið mjög illa,“ segir konan sem segir ferðalagið hafi verið áfallalaust hingað til, en sjálf er hún á ferð um Asíu ásamt þremur vinkonum sínum. Hinar tvær, sem eru einnig íslenskar, hittu þær fyrir tilviljun í Kambódíu. Konan segir það líka hafa verið undarlegt að koma í land eftir slysið en þar beið enginn sjúkrabíll, farþegarnir fengu ekki áfallahjálp né tók nokkur á móti þeim. Aðspurð hvernig ferðalagið gangi svarar konan: „Þetta er búið að vera mjög gaman. Næst förum við til Víetnam.“ Konurnar vilja svo koma þeirri ábendingu til ferðalanga á svipuðum slóðum að hugsa sig vandlega um áður en farið er í svona ferðir, öryggið sé ekki beinlínis á oddinum í „búskrús“ ferðunum.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira