Nýjar flugfreyjur mega ekki vera eldri en 30 ára 8. apríl 2011 19:09 Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar. Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Icelandair ætlar að yngja upp í flugfreyjuhópnum hjá sér í sumar og mega umsækjendur ekki vera eldri en 30 ára. Félagið hefur fyrirvaralaust breytt forsendum um undirbúning að starfi flugþjóna að mati framkvæmdastjóra Keilis. Það komi sér afar illa fyrir þá 40 nemendur sem nú séu að útskrifast sem flugþjónar frá Keili. Keilir hefur verið í nánu samstarfi við Flugfélagið Icelandair frá 2008 um menntun flugþjóna og flugfreyja. Námið tekur tvær annir og kostar hver önn 200 þúsund. Námskráin er viðurkennd af Icelandair og flugmálastjórn og fer alfarið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Kennararnir hjá Keili eru flestir starfandi hjá Icelandair. Við höfum einnig fengið allskonar búnað lánaðan hjá Icelandair og nemendur okkar fara í æfingaflug með félaginu. Icelandair fagnaði þessu mjög að loksins væri þessi undirbúningur fyrir starfið kominn inn í skólakerfið," segir Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis. En nú er samstarfið í uppnámi og það var þessi auglýsing sem gerði útslagið. Í lok febrúar auglýsti Icelandair eftir nýjum umsækjendum um flugþjóna og freyfreyjustarfið í sumar og setti þau skilyrði að umsækjandi mætti ekki vera eldri en þrjátíu ára og yrði að sitja átta vikna undirbúningsnámskeið hjá félaginu. „Í auglýsingunni er gert ráð fyrir því að líta framhjá þeim sem hafa farið í svona nám og setja upp að nýju undirbúningsnámskeið fyrir flugið sem var búið að leggja niður. Þannig kemur þetta flatt upp á okkur," segir Hjálmar. Um 40 manns eru núna að fara útskrifast hjá Keili sem flugþjónar og freyjur og er meirihluti nemenda undir þrítugu. Á fyrstu önninni hins vegar er þriðjungur nemenda 30 ára og eldri. Sá hópur virðist því ekki eiga möguleika á starfi hjá Icelandair samkvæmt nýrri stefnu félagsins. „Mér finnst þarna farið illa með fé og komið illa fram við þá nemendur sem í góðri trú hafa verið í þessu. En segir þetta okkur ekki fyrst og fremst að virðingin fyrir starfsmenntun þegar á reynir er alltaf jafn lítil," segir Hjálmar. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir félagið alveg óháð Keili og starfseminni þar og því sé Icelandair frjálst að taka sínar ákvarðanir um mannaráðningar.
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira