Erlent

Mannfall á meðal mótmælenda í Sýrlandi

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad.
Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad.
Að minnsta kosti sex létust í gærkvöldi þegar slí í brýnu á milli mótmælenda og lögreglumanna í sýrlensku borginni Deraa. Fjöldi fólks hafði komið saman fyrir utan mosku í borginni til þess að koma í veg fyrir að lögreglan færi þangað inn en þar hafa mótmæli staðið yfir síðustu vikur. Að minnsta kosti tíu hafa nú látist í átökunum. Neyðarlög hafa verið í gildi í Sýrlandi frá árinu 1963 og er afnám þeirra á meðal helstu krafna mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×