Reynir Traustason: Ekki sérstaklega undir það búinn að verja gögnin Karen Kjartansdóttir skrifar 23. mars 2011 12:10 DV. DV ætlar ekki að fallast á kröfu sýslumanns um að skila gögnum um dótturfélag Landsbankans. Ritstjóri blaðsins segir að um svívirðilega aðför að heimildarmönnum sé að ræða og ekki sé hægt að sjá að Landsbankinn ætli að iðka gegnsærri vinnubrögðum en fyrir hrun. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkti í gær lögbann á umfjöllun DV um fjárfestingafélagið Horn, dótturfélag Landsbankans. Telur sýslumaður að gögn um félagið sem blaðið hefur undir höndum, séu viðkvæm trúnaðargögn og því beri blaðinu að skila þeim til sýslumanns. Frestur til þess að verða við því rann út núna klukkan tólf. Þá er þess krafist að blaðið fjalli ekki frekar um málefni félagsins en ekki er farið fram á að fyrri fréttir verði fjarlægðar af vefsíðu blaðsins DV.is. Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, segist ætla framfylgja lögbanni á frekari umfjöllun blaðsins um félagið. Hins vegar sé ómögulegt að skila gögnunum því þau gætu bent á heimildamann blaðsins í málinu. „Gögnin fara hvergi. Þetta eru viðkvæm gögn sem gætu bent á heimildarmann. Því getum við ekki orðið við þessu. Mér finnst þetta ein mesta ósvífni sem hefur komið frá sýslumann,“ segir Reynir um málið. Sýslumaðurinn í Reykjavík að ekki væri hægt að tjá sig um einstök mál og er óljóst hvernig hann mun reyna sjá til þess að úrskurðinum verði framfylgt. Reynir sagðist ekki vita hvernig sýslumaðurinn hygðist bregðast við og sagðist ekkert sérstaklega undir það búinn að verja gögnin enda liggi þau ekki fyrir framan alla starfsmenn blaðsins heldur séu í fórum eins blaðamanns. Blaðinu sé ekki stætt á að krefja hann um að skila þeim. „Ef að menn ætla að reyna að ná gögnunum, þá gerist það bara. En við verðum að standa vörð um þessi gögn. að öðru leyti ætlum við að fara eftir þessum úrskurði. Reynir segist ekki vita hvað það er í gögnunum sem Landsbankamenn telja að þoli svona illa dagsins ljós og megi ekki tjá sig um fréttirnar. Þeir sem hafi áhuga á málinu geti þó enn fundið þær á vefsíðunni. „Ég held að það sé bara óbærilegt fyrir þá að það sé veitt innsýn í mál þessa félags, sem er í eigu þjóðarbankans, Landsbankans,“ segir Reynir. Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. 22. mars 2011 20:59 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
DV ætlar ekki að fallast á kröfu sýslumanns um að skila gögnum um dótturfélag Landsbankans. Ritstjóri blaðsins segir að um svívirðilega aðför að heimildarmönnum sé að ræða og ekki sé hægt að sjá að Landsbankinn ætli að iðka gegnsærri vinnubrögðum en fyrir hrun. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur samþykkti í gær lögbann á umfjöllun DV um fjárfestingafélagið Horn, dótturfélag Landsbankans. Telur sýslumaður að gögn um félagið sem blaðið hefur undir höndum, séu viðkvæm trúnaðargögn og því beri blaðinu að skila þeim til sýslumanns. Frestur til þess að verða við því rann út núna klukkan tólf. Þá er þess krafist að blaðið fjalli ekki frekar um málefni félagsins en ekki er farið fram á að fyrri fréttir verði fjarlægðar af vefsíðu blaðsins DV.is. Reynir Traustason, ritstjóri blaðsins, segist ætla framfylgja lögbanni á frekari umfjöllun blaðsins um félagið. Hins vegar sé ómögulegt að skila gögnunum því þau gætu bent á heimildamann blaðsins í málinu. „Gögnin fara hvergi. Þetta eru viðkvæm gögn sem gætu bent á heimildarmann. Því getum við ekki orðið við þessu. Mér finnst þetta ein mesta ósvífni sem hefur komið frá sýslumann,“ segir Reynir um málið. Sýslumaðurinn í Reykjavík að ekki væri hægt að tjá sig um einstök mál og er óljóst hvernig hann mun reyna sjá til þess að úrskurðinum verði framfylgt. Reynir sagðist ekki vita hvernig sýslumaðurinn hygðist bregðast við og sagðist ekkert sérstaklega undir það búinn að verja gögnin enda liggi þau ekki fyrir framan alla starfsmenn blaðsins heldur séu í fórum eins blaðamanns. Blaðinu sé ekki stætt á að krefja hann um að skila þeim. „Ef að menn ætla að reyna að ná gögnunum, þá gerist það bara. En við verðum að standa vörð um þessi gögn. að öðru leyti ætlum við að fara eftir þessum úrskurði. Reynir segist ekki vita hvað það er í gögnunum sem Landsbankamenn telja að þoli svona illa dagsins ljós og megi ekki tjá sig um fréttirnar. Þeir sem hafi áhuga á málinu geti þó enn fundið þær á vefsíðunni. „Ég held að það sé bara óbærilegt fyrir þá að það sé veitt innsýn í mál þessa félags, sem er í eigu þjóðarbankans, Landsbankans,“ segir Reynir.
Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. 22. mars 2011 20:59 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19
Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. 22. mars 2011 20:59
DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37
Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47
Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46