Barnaverndarstofa: Börn einstæðra mæðra í meiri hættu Erla Hlynsdóttir skrifar 28. mars 2011 12:50 Mynd úr safni „Almennt þá er hægt að segja að börn einstæðra mæðra séu í meiri áhættu," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hlutfall barna einstæðra mæðra er mjög hátt, eða um 40%, meðal þeirra barna sem tengjast málum sem koma til kasta barnaverndarnefnda. Hlutfallið er ekki hærra hjá neinni fjölskyldugerð. Bragi tekur fram að þessi tölfræði segi þó ekkert til um alvarleika umræddra mála. Í nýrri skýrslu, Konur í kreppu, sem unnin var fyrir velferðarvaktina segir að ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með einstæðum mæðrum í þessu sambandi, í ljósi versnandi fjárhagsstöðu þeirra í kreppunni. Nýjustu opinberu tölum frá Barnaverndarstofu voru börn einstæðra mæðra í 43,7% mála barnaverndarnefnda á árinu 2008. Árið þar á undan var hlutfallið 42,4%.Graf 1.30 úr skýrslunni Konur í kreppu. Smellið á grafið til að stækka þaðStöðugt milli ára Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2009 er væntanleg. Bragi segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi þetta hlutfall lækkað eilítið á milli ára, og hafi verið 41,3% í fyrra. Þetta er þó ekki marktæk breyting en hlutfallið hefur verið mjög stöðugt síðustu ár. Sambærileg göng frá nágrannalöndum okkar liggja ekki fyrir og segja má að skráningin sé ítarlegri hér en víðast hvar annars staðar. Bragi bendir á að í skýrslunni „Konur í kreppu" komi fram að fjárhagsstaða einstæðra mæðra fari versnandi. Þar er meðal annars vísað í rannsókn Seðlabanka Íslands frá miðju ári 2009 á stöðu íslenskra heimila í kjölfar bankahrunsins. Þar kemur fram að um 40% einstæðra foreldra eru með tekjur á bilinu 150 til 250 þúsund á mánuði, og að tæplega 30% einstæðra foreldra séu með tekjur undir 150 þúsund krónum á mánuði. Því ætti ekki að koma á ávart að vanskil hafi aukist hjá þessum hópi.Bragi GuðbrandssonFáir einstæðir feður Seðlabankinn kyngreinir ekki þessi gögn. Hins vegar liggur fyrir að um 91% einstæðra foreldra eru konur. Þegar skoðuð eru mál barna sem búa hjá einstæðum feðrum sést að þau voru 5,4% heildarfjölda barnaverndarmála á síðasta ári. Árið þar á undan var hlutfallið 5,5% en 5,8% árið 2007. Bragi segir erfitt að bera þetta hlutfall saman við hlutfall mála þeirra barna sem búa hjá einstæðum mæðrum vegna þess hversu ólíkur raunfjöldinn er. Þá ítrekar hann að fjöldi mála segir ekkert til um alvarleika þeirra. „Það er akkílesarhællinn við alla svona skráningu. Það er erfitt að meta málaþyngd," segir hann. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Almennt þá er hægt að segja að börn einstæðra mæðra séu í meiri áhættu," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hlutfall barna einstæðra mæðra er mjög hátt, eða um 40%, meðal þeirra barna sem tengjast málum sem koma til kasta barnaverndarnefnda. Hlutfallið er ekki hærra hjá neinni fjölskyldugerð. Bragi tekur fram að þessi tölfræði segi þó ekkert til um alvarleika umræddra mála. Í nýrri skýrslu, Konur í kreppu, sem unnin var fyrir velferðarvaktina segir að ástæða sé til að fylgjast sérstaklega með einstæðum mæðrum í þessu sambandi, í ljósi versnandi fjárhagsstöðu þeirra í kreppunni. Nýjustu opinberu tölum frá Barnaverndarstofu voru börn einstæðra mæðra í 43,7% mála barnaverndarnefnda á árinu 2008. Árið þar á undan var hlutfallið 42,4%.Graf 1.30 úr skýrslunni Konur í kreppu. Smellið á grafið til að stækka þaðStöðugt milli ára Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árið 2009 er væntanleg. Bragi segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi þetta hlutfall lækkað eilítið á milli ára, og hafi verið 41,3% í fyrra. Þetta er þó ekki marktæk breyting en hlutfallið hefur verið mjög stöðugt síðustu ár. Sambærileg göng frá nágrannalöndum okkar liggja ekki fyrir og segja má að skráningin sé ítarlegri hér en víðast hvar annars staðar. Bragi bendir á að í skýrslunni „Konur í kreppu" komi fram að fjárhagsstaða einstæðra mæðra fari versnandi. Þar er meðal annars vísað í rannsókn Seðlabanka Íslands frá miðju ári 2009 á stöðu íslenskra heimila í kjölfar bankahrunsins. Þar kemur fram að um 40% einstæðra foreldra eru með tekjur á bilinu 150 til 250 þúsund á mánuði, og að tæplega 30% einstæðra foreldra séu með tekjur undir 150 þúsund krónum á mánuði. Því ætti ekki að koma á ávart að vanskil hafi aukist hjá þessum hópi.Bragi GuðbrandssonFáir einstæðir feður Seðlabankinn kyngreinir ekki þessi gögn. Hins vegar liggur fyrir að um 91% einstæðra foreldra eru konur. Þegar skoðuð eru mál barna sem búa hjá einstæðum feðrum sést að þau voru 5,4% heildarfjölda barnaverndarmála á síðasta ári. Árið þar á undan var hlutfallið 5,5% en 5,8% árið 2007. Bragi segir erfitt að bera þetta hlutfall saman við hlutfall mála þeirra barna sem búa hjá einstæðum mæðrum vegna þess hversu ólíkur raunfjöldinn er. Þá ítrekar hann að fjöldi mála segir ekkert til um alvarleika þeirra. „Það er akkílesarhællinn við alla svona skráningu. Það er erfitt að meta málaþyngd," segir hann.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira