Innlent

Útlendingar kaupa jarðir á Íslandi undir loðdýrarækt

Útlendingar sýna því nú áhuga að fjárfesta í loðdýrarækt á Íslandi og hefur danskt fyrirtæki þegar keypt jörð og minkabú í Skagafirði. Afkoma í minkarækt hefur aldrei verið jafngóð og Samband íslenskra loðdýrabænda reynir nú í samstarfi við Íslandsstofu að fá útlendinga til Íslands í greinina.

Björn Halldórsson, formaður sambandsins, segir að Íslendingar hafi ekki áttað sig á þeim tækifærum sem eru í greininni og því sé alveg eins hægt að búa til tækifæri með útlendingum. Íslendingar telji peningunum betur varið í að liggja inn í bönkum þar sem þeim er mokað í bankastjórana og yfirmennina og ofurlaun.

Danskt félag er þegar búið að kaupa jörð og minkabú í Skagafirði og segir Björn um að ræða mjög öfluga danska aðila. Hann segir fleiri hafa áhuga, meðal annars aðila í Danmörku, Hollandi og vestanhafs.

Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda er ekkert feiminn við að útlendingar eignist íslenskar jarðir og loðdýrabú. Þeir vilji bara fá fólk sem hafi áhuga á þessari atvinnugrein og sé tilbúið að taka þátt í því að byggja hana upp í landinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.