Innlent

Sundmaðurinn ekki alvarlega slasaður

Karlmaður sem slasaðist í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gærkvöldi, gekkst undir ítarlega rannsókn á slysadeild Landsspítalans í gærkvöldi, en mun ekki hafa hlotið alvarlega áverka.

Hann meiddist á höfði þegar hann stakk sér í laugina og skall í botninn, með höfuðið á undan sér.

Lögregla og sjúkralið komu á vettvang og var hann fluttur í sjúkrabíl á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×