Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Barein

MYND/AP
Stjórnvöld í eyríkinu Barein hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu sem tekur gildi þegar í stað og verður í gildi næstu þrjá mánuði hið minnsta. Mikil mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og óróinn jókst í gær þegar erlendar hersveitir, meðal annars frá Sádi Arabíu voru fluttar til landsins að beiðni stjórnvalda.

Fregnir hafa borist af því í dag að einn sádiarabískur hermaður hafi þegar fallið í átökum við mótmælendur en Shíar, sem eru í minnihluta í landinu mótmæla misrétti sem þeir segjast beittir af hendi stjórnvalda, en súnní múslímar eru í meirihluta í Barein og í Sádi Arabíu.

Íranir, sem eru Shítar að meirihluta, hafa þegar mótmælt kröftuglega hernaðaríhlutun Sáda í Barein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×