Erlent

Náðu að tengja rafmagn í kjarnaofn tvö

Frá sprengingu í verinu síðustu helgi.
Frá sprengingu í verinu síðustu helgi.
Verkfræðingar í japanska kjarnorkuverinu í Fukushima hafa náð að tengja rafmagnskapal við kjarnaofn tvö sem gerir það að verkum að þeir geta endurræst pumpur sem dæla vatni í ofninn. Alls eru ofnarnir fjórir en kælikerfið var bilað í þeim öllum.

Sá áfangi er afar mikilvægur en starfsmenn hafa kappkostað við að kæla ofnana með vatni og sjó svo þeir bræði ekki úr sér og valdi meiriháttar kjarnorkuslysi. Meðal annars hafa þyrlur hellt tonnum af vatni ofan í ofnana.

Váin er þó hvergi lokið og enn er fólki ráðlagt að halda sig í 20 kílómetra fjarlægð frá verinu. Sum þjóðríki hafa mælt með því við þegna sína að halda sig í minnsta kosti 50 kílómetra fjarlægð frá kjarnorkuverinu.

Kjarnorkuverið laskaðist verulega eftir jarðskjálftann á föstudaginn síðasta með þeim afleiðingum að ekki var unnt að kæla kjarnaofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×