Erlent

Tókýó næstum almyrkvuð - alvarlegur orkuskortur í Japan

Borgin er næstum almyrkvuð til þess að spara rafmagn.
Borgin er næstum almyrkvuð til þess að spara rafmagn.
Viðskiptaráðherra Japans, Banri Kaieda, hefur beðið verksmiðjur og verslanir um að draga verulega úr rafmagnsnotkun með þeim afleiðingum að Tókýó, höfuðborg Japans, er næstum almyrkvuð.

Meðal annars er búið að slökkva á öllum ljósaskiltum miðborgarinnar og þar í kring, sem hefur hingað til verið hluti af ásýnd borgarinnar, til þess að draga úr rafmagnsneyslu, sem er að miklu leytinu til knúin áfram af kjarnorkuverum, meðal annars í Fukushima.

Þúsundir heimabanka í borginni slógu út í gær eftir að Japanir reyndu að taka peninga út.

Heilu hverfin borginni hafa verið rafmagnslaus í þrjá til fjóra tíma á dag en 35 milljónir búa í Tókýó.

Meðal annars hafa framleiðslufyrirtækin Sony, Toyota, Honda og Nikon þurft að draga verulega úr orkunotkun sinni með þeim afleiðingum að framleiðsla er mun minni en fyrir jarðskjálftann á föstudaginn, sem mældist 8.9 á ricther.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×