Bæjarstjórnin komin með matsgerðina - hafa tíu daga til að taka afstöðu Boði Logason skrifar 18. mars 2011 14:04 Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hafa fengið matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna sem komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hafi lagt Ólaf Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, í einelti. Ólafur krafðist þess í bréfi til bæjarstjórnar að Ásgerði yrði vikið úr starfi og að sér yrðu greiddar bætur fyrir meint einelti. Ólafur gaf bæjastjórninni tíu daga til að taka afstöðu til kröfunnar. Á þriðjudaginn gaf bæjarstjórnin út yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi matsgerðin ekki fengist afhent frá lögmanni Ólafs. Lögmaður hafði boðið bæjarfulltrúum aðgang að matsgerðinni á skrifstofu sinni undir sérstöku eftirliti fulltrúa lögmannsstofunnar. „Á meðan matsgerðin fæst ekki afhent óskilyrt telur bæjarstjórn sér ekki fært að taka málefnalega og sanngjarna afstöðu til krafna starfsmannsins,“ sagði í tilkynningu frá bæjarstjórninni á þriðjudaginn. Nú hefur lögmaður Ólafs, Jóhann H. Hafstein, afhent bæjarstjórninni matsgerðina. „Við gátum ekki verið að standa í einhverjum leik með þeim að þetta gæti verið niðurstaðan, að þeir gátu ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Við vorum búnir að senda þeim niðurstöðukaflann þar sem það kom skýrt fram að hann var lagður einelti,“ segir Jóhann. „Þeir voru með þann útúrsnúning að þeir vildu sjá skýrsluna í heild sinni og vildu ekki koma til mín og skoða hana, þetta breytir svo sem engu um niðurstöðuna því hún hefur komið fram áður,“ segir hann. En fulltrúar bæjarstjórnarinnar fengu matsgerðina afhenta í gær. „Þeir eru nú með skýrsluna í heild sinni og hafa frest til 28. mars til að taka ákvörðun um hvort þeir víkji bæjarstjóranum úr starfi og greiði bætur til Ólafs,“ segir Jóhann ellegar fari þeir með málið fyrir dómstóla. Ekki náðist í Guðmund Magnússon, forseta bæjarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07 Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06 Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00 Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01 Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59 Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33 Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Fulltrúar í bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hafa fengið matsgerð tveggja dómkvaddra matsmanna sem komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, hafi lagt Ólaf Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, í einelti. Ólafur krafðist þess í bréfi til bæjarstjórnar að Ásgerði yrði vikið úr starfi og að sér yrðu greiddar bætur fyrir meint einelti. Ólafur gaf bæjastjórninni tíu daga til að taka afstöðu til kröfunnar. Á þriðjudaginn gaf bæjarstjórnin út yfirlýsingu þess efnis að þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafi matsgerðin ekki fengist afhent frá lögmanni Ólafs. Lögmaður hafði boðið bæjarfulltrúum aðgang að matsgerðinni á skrifstofu sinni undir sérstöku eftirliti fulltrúa lögmannsstofunnar. „Á meðan matsgerðin fæst ekki afhent óskilyrt telur bæjarstjórn sér ekki fært að taka málefnalega og sanngjarna afstöðu til krafna starfsmannsins,“ sagði í tilkynningu frá bæjarstjórninni á þriðjudaginn. Nú hefur lögmaður Ólafs, Jóhann H. Hafstein, afhent bæjarstjórninni matsgerðina. „Við gátum ekki verið að standa í einhverjum leik með þeim að þetta gæti verið niðurstaðan, að þeir gátu ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Við vorum búnir að senda þeim niðurstöðukaflann þar sem það kom skýrt fram að hann var lagður einelti,“ segir Jóhann. „Þeir voru með þann útúrsnúning að þeir vildu sjá skýrsluna í heild sinni og vildu ekki koma til mín og skoða hana, þetta breytir svo sem engu um niðurstöðuna því hún hefur komið fram áður,“ segir hann. En fulltrúar bæjarstjórnarinnar fengu matsgerðina afhenta í gær. „Þeir eru nú með skýrsluna í heild sinni og hafa frest til 28. mars til að taka ákvörðun um hvort þeir víkji bæjarstjóranum úr starfi og greiði bætur til Ólafs,“ segir Jóhann ellegar fari þeir með málið fyrir dómstóla. Ekki náðist í Guðmund Magnússon, forseta bæjarstjórnar, við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07 Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06 Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00 Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01 Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59 Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33 Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Fundað um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar funda nú um framtíð bæjarstjóra Seltjarnarness vegna eineltismáls sem þar kom upp fyrir um ári síðan. 15. mars 2011 17:07
Ásgerður neitar því að hafa lagt Ólaf í einelti Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, neitar ásökunum um einelti í garð fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá bænum. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að Ásgerður hefði lagt framkvæmdastjórann í einelti. 14. mars 2011 12:06
Í ársfrí eftir einelti af hálfu bæjarstjóra: Ég gat ekki meira „Ég gat ekki meira, var farinn að vakna fyrir allar aldir með kvíða, lystarleysi og óþægindi. Þetta er versta lífsreynsla sem ég hef lent í,“ segir Ólafur Melsteð landslagsarkitekt og fyrrverandi framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs Seltjarnarness. Hann hefur samkvæmt læknisráði verið í veikindaleyfi í rúmt ár vegna eineltis bæjarstjórans Ásgerðar Halldórsdóttur. Hann krefst bóta og að bæjarstjórinn víki. 14. mars 2011 09:00
Segjast ekki fá aðgengi að eineltismati Bæjarstjórn Seltjarnarness harmar að meint eineltismál sé rekið í fjölmiðlum samkvæmt tilkynningu sem var send á fjölmiðla fyrir skömmu. Tilkynningin er afrakstur fundar sem bæjarstjórn hélt fyrr í dag þar sem farið var yfir ásakanir fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum, Ólafs Melsted, sem hefur verið frá vinnu vegna í rúmt ár. 15. mars 2011 21:01
Bæjarstjóranum óheimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarastjóra Seltjarnarnesbæjar, var ekki heimilt að framsenda læknisvottorð starfsmanns sem sakar hana um einelti, á nokkra lykilstarfsmenn bæjarins að mati Persónuverndar. 23. september 2010 12:59
Bæjarstjórn skoðar hvort bæjarstjóri eigi að víkja "Við munum fara yfir málið strax eftir helgina,“ segir Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarnesbæjar, en lögmaður Ólafs Melsted, fyrrum framkvæmdastjóra Tækni- og umhverfissviðs hjá bænum sem hefur verið frá vinnu vegna eineltismáls í rúmt ár, vill að bæjarstjórn víki Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnaresbæjar, úr starfi sínu sem bæjarstjóri. 13. mars 2011 16:33
Ætlar að stefna Seltjarnarnesbæ vegna eineltis Ólafur Melsteð, framkvæmdastjóri Tækni- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ, hyggst stefna sveitarfélaginu, vegna meints eineltis af hálfu Ásgerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra. Þetta staðfestir Ólafur í samtali við fréttastofu. 20. maí 2010 15:15