Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf 4. mars 2011 10:26 Seðlabankinn. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag. Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag.
Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20