Framkvæmdastjóri SÍ sammála Bolla - taldi sig ekki geta selt bankabréf 4. mars 2011 10:26 Seðlabankinn. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag. Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, taldi sig ekki geta átt viðskipti með hlutabréf sín í íslensku bönkunum, þar sem hann sat í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, og hafði þar komist yfir trúnaðarupplýsingar um slæma stöðu bankanna. Tryggvi er annað vitnið sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þar sem aðalmeðferð stendur yfir í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaeftirlitsins, sem ákærður er fyrir innherjasvik. Tryggvi bar fyrir dómi að hann hafi átt í dreifðu eignasafni í öllum bönkunum sumarið 2008 en að hann hafi ekki talið sér fært, stöðu sinnar vegna, að eiga viðskipti með bréfin. Baldur, sem átti sæti í þessum sama samráðshópi um fjármálastöðugleika, er ákærður fyrir að hafa hagnýtt sér upplýsingar í eigin þágu þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum 18. og 17. september 2008 fyrir rúmar 192 milljónir króna. Ákæra á hendur Baldri byggir að hluta á fundargerðum samráðshópsins þar sem vitnað er um að Baldur hafi búið yfir ákveðnum upplýsingum. Þegar Baldur gaf skýrslu fyrir dómi á miðvikudag sagðist hann ekki sammála framsetningu í fundargerðum og lýsti jafnvel yfir að þar væri rangt með farið. Tryggvi var ritari samráðshópsins og ritaði því fundargerðir þegar hann var á fundum. Fundargerðir voru sendar rafrænt til fundarmanna eftir fundina og þeir gátu komið athugasemdum á framfæri, sem Tryggvi tók þá tillit til. Hann sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og Ingimund Friðriksson, fyrrverandi Seðlabankastjóra, hafa gert einna flestar athugasemdir af fulltrúum hópsins og ljóst að þeir hefðu farið vel yfir fundargerðirnar. Spurður af dómara hvort fundargerðirnar væru áreiðanleg heimild um það sem fram fór á fundunum sagði Tryggvi: „Ég reyndi að hafa þær eins vandaðar og ég gat." Fundargerðir samráðshópsins voru í upphafi efnisminni en síðar varð, þar sem aðeins var tæpt á því sem fram fór. Tryggvi bar að eftir því sem staðan á íslenskum fjármálamörkuðum varð alvarlegri urðu fundargerðirnar ítarlegri, í samræmi við óskir annarra fundarmanna. Ekki var hafður sá háttur á að fara yfir fundargerðir í byrjun næsta fundar og votta þær, eins og tíðkast víðast hvar. Vegna þessa eru fundargerðirnar enn merktar „Drög" jafnvel þó þær séu það ekki. Tryggvi segir að upphaflegar fundargerðir, athugasemdir við þær og endanlegar fundargerðir sé allar að finna í skjalasafni Seðlabankans. Þetta er sama mat og Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytisstjóri og formaður samráðshópsins, lagði á eigin stöðu þegar hann taldi sér ekki fært að selja hlutabréf sín í íslensku bönkunum á þessum tíma. Bolli kom fyrir dóminn á miðvikudag.
Tengdar fréttir Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Ingimundur og Sigurjón kallaðir til vitnis í máli Baldurs Aðalmeðferð verður fram haldið í máli gegn Baldri Guðlaugssyni fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu í dag. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun en Baldur átti sæti í hópi sem fjallaði um fjármálastöðugleikann í aðdraganda hrunsins. 4. mars 2011 09:20