Íslenski boltinn

Jósef á leið til Búlgaríu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jósef í leik gegn ÍBV.
Jósef í leik gegn ÍBV.
Bakvörðurinn sterki Jósef Kristinn Jósefsson mun ekki spila með Grindavík í Pepsi-deildinni í sumar því hann er farinn til Búlgaríu þar sem hann mun skrifa undir samning við PSFC Chernomorets Burgas.

Frá þessu er greint á heimasíðu Grindavíkur en Jósef var til reynslu hjá félaginu um daginn og hefur greinilega slegið í gegn.

Grindavík og búlgarska félagið eru að ná saman með kaupverð en eru nógu nálægt svo Jósef gat farið út.

Ef allt gengur að óskum verður Jósef orðinn leikmaður búlgarska liðsins síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×