Mótmælendur endurheimta Perlutorg SJS skrifar 19. febrúar 2011 14:37 Perlutorg í dag. Mynd/AFP Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Á fjórða tug brynvarðra bíla mátti sjá yfirgefa Perlutorg í Manama, höfuðborg Bahrain, nú á laugardag og er það þriðja bílalestin sem yfirgefur svæðið síðastliðinn sólarhring, en torgið hefur verið miðpunktur mótmælanna. Herinn hverfur frá fyrir tilstilli konungsfjölskyldunnar í Bahrain, en með því vill konungsfjölskyldan verða við kröfum mótmælenda og er brotthvarf lögreglu og hermanna liður í því að draga úr þeim óróa sem umlykur mótmælin og í senn til að koma á samræðum milli stjórnvalda, stjórnarandstöðu og mótmælenda. Lögregla var eftir á svæðinu enda höfðu mótmælendur lýst því yfir að mótmælin haldi áfram. Lögregla beitti táragasi á mótmælendur sem gengu inn á torgið en lögregla þurfti frá að hverfa að endingu þar sem íbúar Bahrain hafa flykkst í þúsundum á torgið þrátt fyrir að vegtálmar hafi verið settir upp í kringum Manamaborg til að sporna við því að enn fleiri mæti til mótmælanna. Síðastliðinn föstudag skutu yfirvöld á mótmælendur og urðu minnst fjórum þeirra að bana, en það staðfesti sjúkraflutningamaður við CNN. Tala látinna í Bahrain er því orðin 10 síðan að mótmælin brutust út en að auki hefur fjöldi fólks hefur leitað til sjúkrahúsa í borginni með ýmsa áverka sem hlotist hafa af aðgerðum yfirvalda. Abdul Latif Al Zayani, sérstakur sendiherra Bandaríkjanna í Bahrain, segir að aðeins hafi verið skotið yfir hópa í varúðarskyni og bætti því við að aðgerðir yfirvalda væru hvorki úr hófi né í bága við lög. Rót mótmælanna Stór fjöldi mótmælenda eru sjítar, enda eru þeir um 70% þjóðarinnar og hafa löngum verið óánægðir með stjórnvöld og konungsfjölskylduna, sem er sunnítar. Þá telja sjítar að þeim sé mismunað varðandi húsnæðismál og störf innan ríkisins og krefjast pólitískra- og efnahagslegra úrbóta. Kröfur mótmælanda hafa aukist eftir því sem mótmælin ílengjast og krefjast nú margir þess þingið verði leyst upp. Prins Bahrain, Salman bin Hamad Al Khalifa, hét því að hygla ekki einum hópi á kostnað annars og hvatti til samstöðu og vill einblína á að þjóðina sem eina heild þar sem gagnkvæm virðing ríkir á meðal fólks. Það var prinsinn sem fyrirskipaði brotthvarf stórra hópa lögreglu- og hermanna og hefur konungurinn, Hamad bin Isa Al Khalifa tilkynnt að prinsinn mun leiða viðræður til að koma á sátt. Obama fordæmir ofbeldi gagnvart mótmælendum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýninn á bandamenn sína í Bahrain og segist hafa þungar áhyggjur af frásögnum um það ofbeldi sem hefur átt sér stað. Segist hann fordæma beitingu valds gagnvart friðsælum mótmælum í Bahrain og víðar.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira