Býr einn í yfirgefnu þorpi á hættusvæði 6. september 2011 03:00 Á ferð um einskismannsland Naoto Matsumura lítur eftir hrísgrjónaakri sínum. Hundurinn Aki er með í för.Fréttablaðið/AP Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri. „Ef ég gefst upp og fer þá er öllu lokið,“ segir hinn 53 ára gamli hrísgrjónabóndi, sem daglega hugar að hrísgrjónaakri sínum eins og hann hefur gert áratugum saman. „Ég hef þá ábyrgð að vera hér áfram. Og það er réttur minn að fá að vera hér áfram.“ Matsumura segist óneitanlega hafa gert sér grein fyrir því að veruleg krabbameinshætta fylgi því að búa þarna. Hann vill samt ekki fara burt. Óvenjulegt er að Japanar standi gegn valdboði með þessum hætti. Afstaða hans lýsir þó vel þeim vanda sem fjölmargir íbúar nokkurra bæja á þessum slóðum standa frammi fyrir. Meira en hundrað þúsund manns var skipað að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars. Bærinn Tomioka er innan þess svæðis sem rýma þurfti vegna hættu á geislamengun. Matsumura hefur hvorki vatn né rafmagn í húsi sínu, en nær sér þó í vatn í brunn og notar gamla rafala til að fá rafmagn á kvöldin. Hann borðar mikið af dósamat en veiðir einnig fisk í ánni sem rennur þar hjá. Einu sinni eða tvisvar í mánuði fer hann á bifreið sinni til næsta bæjar fyrir utan hættusvæðið og nær sér í helstu nauðsynjar. Hann segist hafa tekið að sér að hugsa um flækingshunda og ketti sem fólk skildi eftir í yfirgefnum bænum. Stjórnvöld skipta sér samt lítið af Matsumura, þótt hann hafi ekkert leyfi til að búa þarna lengur. Hann segir lögregluna reyndar nokkrum sinnum hafa bankað upp á en aldrei þvingað hann til að fara með sér. Hann ætlaði að fara burt eins og hinir, en fann hvergi samastað og ákvað þá að halda kyrru fyrir. „Ég fór heim til frænku minnar í von um að fá að gista,“ segir hann. „En hún vildi ekki hleypa mér inn, óttaðist að af mér stafaði geislamengun. Þá fór ég í neyðarskýli, en þar var allt fullt. Þetta nægði til að sannfæra mig um að koma aftur heim.“gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Sextán þúsund manns bjuggu í bænum Tomioka áður en jarðskjálftinn mikli reið yfir í mars síðastliðnum. Nú býr þar einn maður ásamt hundi sínum. Naoto Matsumura neitar að yfirgefa þorpið þrátt fyrir geislamengun frá ónýtu kjarnorkuveri. „Ef ég gefst upp og fer þá er öllu lokið,“ segir hinn 53 ára gamli hrísgrjónabóndi, sem daglega hugar að hrísgrjónaakri sínum eins og hann hefur gert áratugum saman. „Ég hef þá ábyrgð að vera hér áfram. Og það er réttur minn að fá að vera hér áfram.“ Matsumura segist óneitanlega hafa gert sér grein fyrir því að veruleg krabbameinshætta fylgi því að búa þarna. Hann vill samt ekki fara burt. Óvenjulegt er að Japanar standi gegn valdboði með þessum hætti. Afstaða hans lýsir þó vel þeim vanda sem fjölmargir íbúar nokkurra bæja á þessum slóðum standa frammi fyrir. Meira en hundrað þúsund manns var skipað að yfirgefa heimili sín vegna hættunnar frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars. Bærinn Tomioka er innan þess svæðis sem rýma þurfti vegna hættu á geislamengun. Matsumura hefur hvorki vatn né rafmagn í húsi sínu, en nær sér þó í vatn í brunn og notar gamla rafala til að fá rafmagn á kvöldin. Hann borðar mikið af dósamat en veiðir einnig fisk í ánni sem rennur þar hjá. Einu sinni eða tvisvar í mánuði fer hann á bifreið sinni til næsta bæjar fyrir utan hættusvæðið og nær sér í helstu nauðsynjar. Hann segist hafa tekið að sér að hugsa um flækingshunda og ketti sem fólk skildi eftir í yfirgefnum bænum. Stjórnvöld skipta sér samt lítið af Matsumura, þótt hann hafi ekkert leyfi til að búa þarna lengur. Hann segir lögregluna reyndar nokkrum sinnum hafa bankað upp á en aldrei þvingað hann til að fara með sér. Hann ætlaði að fara burt eins og hinir, en fann hvergi samastað og ákvað þá að halda kyrru fyrir. „Ég fór heim til frænku minnar í von um að fá að gista,“ segir hann. „En hún vildi ekki hleypa mér inn, óttaðist að af mér stafaði geislamengun. Þá fór ég í neyðarskýli, en þar var allt fullt. Þetta nægði til að sannfæra mig um að koma aftur heim.“gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent