Umferðarstofa: Lífið er mikils virði 6. september 2011 12:45 Eins og sést á bílnum, þá er maðurinn beinlínis heppinn að hafa sloppið lifandi frá slysinu. Mynd / Egill „Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira