Umferðarstofa: Lífið er mikils virði 6. september 2011 12:45 Eins og sést á bílnum, þá er maðurinn beinlínis heppinn að hafa sloppið lifandi frá slysinu. Mynd / Egill „Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér," segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti. Þrjú slys hafa orðið á skömmum tíma sem öll mega rekja til glæfraaksturs á götum úti þar sem ökumenn kepptu við hvorn annan á gríðarlegum hraða. Eitt skiptið endaði með harmleik; þá lést Eyþór Darri Róbertsson, degi áður en hann varð 18 ára gamall. Nýjasta slysið er heldur sérkennilegt. Þar öttu kappi 25 ára ökumaður og svo 67 ára gamall maður. „Það er ekki ólíklegt að sá maður sé afi einhvers sem er með ökuréttindi," segir Sigurður sem þykir aksturslag mannsins ekki beinlínis til fyrirmyndar. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um kappakstur á götum úti undanfarnar vikur þá eru jákvæð teikn á lofti. „Tilvikunum hefur stórfækkað. Þar spilar markviss fræðsla miklu máli," segir Sigurður en tryggingafélögin, og Umferðarstofa um tíma, stóðu að námskeiði fyrir unga ökumenn, þar sem þeir voru fræddir um alvarleika hraðaksturs. Þá er einnig til annað úrræði þar sem hægt er að setja ökumenn í akstursbann, í kjölfarið þurfa þeir að sækja dýrt námskeið og þaðan verða þeir að útskrifast með láði til þess að endurheimta ökuskírteinið. Samt sem áður er alltaf eitthvað um hraðakstur. Enn er spyrnt á götum úti og svo virðist sem ökumenn, ungir sem aldnir, taki ekki mark á fregnum um dauðaslys vegna hraðaksturs. „Það er bara ein grundvallarhugsun sem þarf að komast inn í kollinn, það er að menn átti sig á því að lífið er mikils virði," segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira