Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu 6. september 2011 07:00 Össur Skarphéðinsson Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segist reikna með því að sú vinna hefjist strax, nú þegar rýniskýrsla framkvæmdastjórnarinnar um landbúnaðarmál hefur verið gerð opinber. Össur segir formann íslenska samningahópsins hafa skýrt umboð ríkisstjórnarinnar til að vinna að áætluninni. „Ég lít svo á að landbúnaðarráðherra hafi sagt það mjög skýrt við okkur að þegar landbúnaðarskýrslan er komin muni þeir í landbúnaðarráðuneytinu taka til óspilltra málanna við þetta. Ef annað kemur í ljós væru menn að vinna gegn bæði samþykktum Alþingis og ríkisstjórnar, og það gera jafnvel ekki einu sinni þeir sem eru andstæðingar Evrópusambandsins,“ segir Össur. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir einnig að Ísland verði að koma sér upp heildstæðri byggðastefnu, sem sé einfaldlega ekki til staðar á Íslandi í dag. Össur segir þá áætlunargerð í gangi núna. Almennt segir Össur skýrsluna jákvæða, en þó veki þar tvennt sérstaka athygli. „Í fyrsta lagi vegna umræðunnar hér heima að Evrópusambandið gerir enga athugasemd við að Ísland ætli sér ekki að fara í aðlögun fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur bendir á það án athugasemda að Ísland hafi valið þessa leið. Í öðru lagi er það algerlega skýrt [...] að það verði samið út frá séríslenskum aðstæðum, og margítrekað að taka verði tillit til sérstöðu Íslands,“ segir Össur. „Þetta er mikill sigur fyrir Ísland að öðlast þessa viðurkenningu,“ segir Össur. Hann segir mikilvægt að sjá í samhengi annars vegar það sem framkvæmdastjórn ESB segi um landbúnaðinn í þessari skýrslu og hins vegar það sem hún hafi áður sagt um sjávarútvegsmál. „Þá liggur það fyrir svart á hvítu að ESB er búið að segja um tvo erfiðustu málaflokkana sem við þurfum að semja um, að það þurfi að taka tillit til íslenskra aðstæðna og það þurfi að semja með þeim hætti að reglur sambandsins kunni að breytast. Það sýnir blóðhrátt að Ísland þarf ekki að taka upp óbreyttar reglur, heldur er viðurkennt bæði með fiskinn og landbúnaðinn að það verði samið út frá íslenskum aðstæðum.” Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Hann segist reikna með því að sú vinna hefjist strax, nú þegar rýniskýrsla framkvæmdastjórnarinnar um landbúnaðarmál hefur verið gerð opinber. Össur segir formann íslenska samningahópsins hafa skýrt umboð ríkisstjórnarinnar til að vinna að áætluninni. „Ég lít svo á að landbúnaðarráðherra hafi sagt það mjög skýrt við okkur að þegar landbúnaðarskýrslan er komin muni þeir í landbúnaðarráðuneytinu taka til óspilltra málanna við þetta. Ef annað kemur í ljós væru menn að vinna gegn bæði samþykktum Alþingis og ríkisstjórnar, og það gera jafnvel ekki einu sinni þeir sem eru andstæðingar Evrópusambandsins,“ segir Össur. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir einnig að Ísland verði að koma sér upp heildstæðri byggðastefnu, sem sé einfaldlega ekki til staðar á Íslandi í dag. Össur segir þá áætlunargerð í gangi núna. Almennt segir Össur skýrsluna jákvæða, en þó veki þar tvennt sérstaka athygli. „Í fyrsta lagi vegna umræðunnar hér heima að Evrópusambandið gerir enga athugasemd við að Ísland ætli sér ekki að fara í aðlögun fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur bendir á það án athugasemda að Ísland hafi valið þessa leið. Í öðru lagi er það algerlega skýrt [...] að það verði samið út frá séríslenskum aðstæðum, og margítrekað að taka verði tillit til sérstöðu Íslands,“ segir Össur. „Þetta er mikill sigur fyrir Ísland að öðlast þessa viðurkenningu,“ segir Össur. Hann segir mikilvægt að sjá í samhengi annars vegar það sem framkvæmdastjórn ESB segi um landbúnaðinn í þessari skýrslu og hins vegar það sem hún hafi áður sagt um sjávarútvegsmál. „Þá liggur það fyrir svart á hvítu að ESB er búið að segja um tvo erfiðustu málaflokkana sem við þurfum að semja um, að það þurfi að taka tillit til íslenskra aðstæðna og það þurfi að semja með þeim hætti að reglur sambandsins kunni að breytast. Það sýnir blóðhrátt að Ísland þarf ekki að taka upp óbreyttar reglur, heldur er viðurkennt bæði með fiskinn og landbúnaðinn að það verði samið út frá íslenskum aðstæðum.”
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent