Víðtæk samstaða um Árósasáttmálann Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2011 12:02 Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum. Lengi hefur verið tekist á um lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra en það gerði meðal annars ráð mjög víðtækri heimild alls almennings, og í raun allra jarðarbúa, til að leggja fram kærur til úrskurðarnefndar hér á landi í umhverfis og auðlindamálum, og það án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Gagnrýnendur töldu að þarna yrði á opnað á möguleika fyrir útlendinga til að gera kæruáhlaup á íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja uppbyggingu og framkvæmdir. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu til þá málamiðlun að kærurétturinn yrði þrengdur og aðeins bundinn við þá sem ættu lögvarða hagsmuni en einnig fengju umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök sem eiga varnarþing á Íslandi, með 30 félagsmenn eða fleiri, rétt á að kæra ákvarðanir. Þau óvenjulegu tíðindi gerðust á Alþingi nú laust fyrir hádegi að stjórnarflokkarnir, bæði Samfylkingin og Vinstri grænir, féllust á breytinguna. Fjórir þingmenn Hreyfingarinnar voru á móti en 49 þingmenn hinna flokkanna samþykktu breytinguna. Samkomulagið þýðir að Árósasáttmálinn verður innleiddur í íslensk lög í víðtækri sátt, en þriðja umræða og lokaafgreiðsla eru þó eftir á Alþingi. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira
Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum. Lengi hefur verið tekist á um lagafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra en það gerði meðal annars ráð mjög víðtækri heimild alls almennings, og í raun allra jarðarbúa, til að leggja fram kærur til úrskurðarnefndar hér á landi í umhverfis og auðlindamálum, og það án þess að þurfa að sýna fram á lögvarða hagsmuni. Gagnrýnendur töldu að þarna yrði á opnað á möguleika fyrir útlendinga til að gera kæruáhlaup á íslenska stjórnsýslu til þess eins að tefja uppbyggingu og framkvæmdir. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn lögðu til þá málamiðlun að kærurétturinn yrði þrengdur og aðeins bundinn við þá sem ættu lögvarða hagsmuni en einnig fengju umhverfisverndar-, útivistar- og hagsmunasamtök sem eiga varnarþing á Íslandi, með 30 félagsmenn eða fleiri, rétt á að kæra ákvarðanir. Þau óvenjulegu tíðindi gerðust á Alþingi nú laust fyrir hádegi að stjórnarflokkarnir, bæði Samfylkingin og Vinstri grænir, féllust á breytinguna. Fjórir þingmenn Hreyfingarinnar voru á móti en 49 þingmenn hinna flokkanna samþykktu breytinguna. Samkomulagið þýðir að Árósasáttmálinn verður innleiddur í íslensk lög í víðtækri sátt, en þriðja umræða og lokaafgreiðsla eru þó eftir á Alþingi.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira