Innlent

BUSA barnatjaldið innkallað hjá IKEA á Íslandi

Mynd/IKEA.is
IKEA biður vinsamlega þá viðskiptavini sem eiga BUSA barnatjald að taka það strax úr umferð og koma með það í IKEA verslunina þar sem þeir fá tjaldið endurgreitt. Í tilkynningu frá IKEA segir að stálvírarnir sem haldi tjaldinu uppi geti brotnað. „Ef það gerist, geta beittir endar víranna stungist út úr tjaldinu og rispað eða slasað börn að leik.“

Þá segir að vitað sé um þrjú tilvik erlendis þar sem vír hefur brotnað og stungist út úr tjaldinu. „Minniháttar slys varð í einu tilvikanna,“ segir ennfremur en BUSA barnatjaldið hefur verið í sölu á öllum markaðssvæðum IKEA frá því í ágúst á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×