Erlent

Hélt að Júpíter væri neyðarblys

Allt tiltækt björgunarlið var sent af stað í breska strandbænum Tynemouth í vikunni þegar áhyggjufullur íbúi sagðist hafa séð neyðarblys log á himninum undan strönd bæjarins.

Björgunarbátar ruku af stað og þyrla breska sjóhersins var send á loft til leitar. Ekkert sást þó til skips í nauðum og þegar björgunarsveitarmenn höfðu rætt betur við manninn sem tilkynnti um blysið kom í ljós að hann hafði verið að horfa á plánetuna Júpíter, sem er óvenju lágt á næturhimninum þessa dagana og lýsir rauðleitum bjarma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×