Erlent

Fjöldi líka fundust í Mexíkó

Mynd/AP
Þrjátíu og tvö lík fundust í gær í Mexíkósku borginni Veracruz þar sem eiturlyfjaklíkur hafa barist á banaspjót.

Aðeins eru tvær vikur frá því 35 lík fundust þar sem þeim hafði verið komið fyrir í vörubíl um hábjartan dag.

Stjórnvöld í landinu hafa sent aukið herlið til borgarinnar til þess að reyna að ná tökum á ástandinu en talið er að um 40 þúsund manns hafi fallið í átökum tengdum eiturlyfjum frá árinu 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×