Innlent

Hoppandi glaður yfir 18 milljóna lottóvinningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu mætti til Íslenskrar getspár illa sofinn og ein taugahrúga en samt hoppandi glaður og vissi varla hvernig hann átti að sér að vera.

Hann hafði nefnilega fengið Víkingalottófjölpóst á miðvikudagsmorgun sendan frá Getspá þar sem hann var minntur á Víkingalottóið og hann keypti sér 10 raða seðil í kjölfarið. Um kvöldið þegar hann fór svo í tölvuna fékk hann tilkynningu um að hann hefði unnið stóran vinning, sem reyndust svo vera rúmlega 18 skattfrjálsar milljónir. 

Vinningshafinn ætlar að nýta sér fjármálaráðgjöf sem Getspá býður honum og öllum Lottómilljónamæringum upp á. Samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá er hann líka staðráðinn í að leyfa fjölskyldunni að njóta með sér og ætlar að byrja á að bjóða fjölskyldunni og foreldrum sínum út að borða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×