Erlent

Hart barist í Sirte

Orrustumenn byltingarhersins. Á bílnum stendur: „Gaddafi mun falla.“
Orrustumenn byltingarhersins. Á bílnum stendur: „Gaddafi mun falla.“ mynd/AFP
Orrustan um Sirte hefur nú staðið í nokkra daga. Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa nú sótt að miðju borgarinnar sem er eitt af síðustu vígjum stuðningsmanna Gaddafi, fyrrum leiðtoga landsins.

Orrustan hefur verið hörð og hafa leyniskyttur Gaddafis haldið byltingarhermönnum í skefjum. Í dag þurftu vígamenn Gaddafis hins vegar að hörfa.

Nú beinast öll spjót að Ouagadougou ráðstefnuhúsinu. Talið er að stuðningsmenn Gaddafis hafi lokað sig af þar.

Reykjamökkur umlykur Sirte.

Borgin er fæðingarstaður fyrrum einræðisherrans og var þá þeim tíma fiskiþorp. Eftir að Gaddafi komst til valda stóð hann fyrir umbreytingu borgarinnar í þungamiðju Lýbískrar pólitíkar.

Þúsundir borgara hafa yfirgefið borgina en þó eru enn sumir sem hafa kosið að sitja storminn af sér.

Það var fyrir tæðum tveimur mánuðum sem byltingarmenn náðu stjórn yfir nær allri Lýbíu. Byltingarstjórnin, sem nú er við völd, hefur tilkynnt að engar kosningar verði boðaðar fyrr en Sirte fellur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×