„Tökum ekki stjórnlagaþingið frá þjóðinni“ 25. janúar 2011 17:25 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. Jóhanna sagði að næstu skref í málinu verði þau að forsætisnefnd Alþingis fundi sem fyrst með Landskjörstjórn og öðrum þeim sem að framvkæmdinni stóðu. Að hennar mati eru þrír kostir í stöðunni: Að hætt verði við stjórnlagaþingið, sem henni finnst ekki koma til greina. Í öðru lagi að ágallarnir verði leiðréttir og kosið að nýju, með tilheyrandi kostnaði. Þriðja lausnin væri síðan sú að Alþingi verði veitt heimild til þess að kjósa 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, mögulega þá sömu og náðu kosningu í nóvember. Hún sagði ennfremur að án efa væru fleiri leikir í stöðunni. „En við hljótum að leita allra leiða til að þetta verði klárað," sagði ráðherrann og bætti við að hún vonaðist til að menn fari ekki að „nýta þessa uppákomu til þess að slá pólitískar keilur." "Stjórnlagaþingið tökum við ekki frá þjóðinni," sagði Jóhanna að lokum. Tengdar fréttir Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. 25. janúar 2011 15:10 „Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03 Númeraðir kjörseðlar, lélegir kjörkassar og pappaskilrúm Þrír menn kærðu framkvæmd kosningarinnar og kröfðust ógildingar. Kærurnar voru sameinaðar fyrir Hæstarétti en þær snerust um framkvæmd kosningarinnar og talningu á kjörseðlum. 25. janúar 2011 18:47 Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“ „Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka. 25. janúar 2011 15:57 „Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur" Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á. 25. janúar 2011 17:23 Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05 Þingfundi frestað til klukkan fimm Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm. 25. janúar 2011 16:05 „Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59 Stjórnlagaþingið er langhlaup Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp. 25. janúar 2011 17:56 Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. 25. janúar 2011 17:41 „Fyrstu viðbrögð vonbrigði“ „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. 25. janúar 2011 15:37 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við stjórnlagaþingið. Jóhanna flutti munnlega skýrslu um þá stöðu sem nú er komin upp eftir að Hæstiréttur lýsti kosningu til stjórnlagaþings ógilda. Hún fór yfir ástæðurnar sem Hæstiréttur taldi grundvöllur fyrir ógildingu og benti á að fyrst og fremst væri fundið að vinnulagi við framkvæmd kosninganna en ekki lögin sjálf. Hún benti á að ekkert af þeim atriðum sem Hæstiréttur tilgreindi hafi komið fram sem raunveruleg vandamál við framkvæmdina. Jóhanna sagði að næstu skref í málinu verði þau að forsætisnefnd Alþingis fundi sem fyrst með Landskjörstjórn og öðrum þeim sem að framvkæmdinni stóðu. Að hennar mati eru þrír kostir í stöðunni: Að hætt verði við stjórnlagaþingið, sem henni finnst ekki koma til greina. Í öðru lagi að ágallarnir verði leiðréttir og kosið að nýju, með tilheyrandi kostnaði. Þriðja lausnin væri síðan sú að Alþingi verði veitt heimild til þess að kjósa 25 fulltrúa á stjórnlagaþing, mögulega þá sömu og náðu kosningu í nóvember. Hún sagði ennfremur að án efa væru fleiri leikir í stöðunni. „En við hljótum að leita allra leiða til að þetta verði klárað," sagði ráðherrann og bætti við að hún vonaðist til að menn fari ekki að „nýta þessa uppákomu til þess að slá pólitískar keilur." "Stjórnlagaþingið tökum við ekki frá þjóðinni," sagði Jóhanna að lokum.
Tengdar fréttir Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. 25. janúar 2011 15:10 „Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03 Númeraðir kjörseðlar, lélegir kjörkassar og pappaskilrúm Þrír menn kærðu framkvæmd kosningarinnar og kröfðust ógildingar. Kærurnar voru sameinaðar fyrir Hæstarétti en þær snerust um framkvæmd kosningarinnar og talningu á kjörseðlum. 25. janúar 2011 18:47 Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“ „Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka. 25. janúar 2011 15:57 „Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur" Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á. 25. janúar 2011 17:23 Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05 Þingfundi frestað til klukkan fimm Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm. 25. janúar 2011 16:05 „Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59 Stjórnlagaþingið er langhlaup Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp. 25. janúar 2011 17:56 Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. 25. janúar 2011 17:41 „Fyrstu viðbrögð vonbrigði“ „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. 25. janúar 2011 15:37 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kosning til stjórnlagaþings ógild Kosningin til stjórnlagaþings, sem fram fór í nóvember síðastliðnum, er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem tók ákvörðun í málinu í dag. 25. janúar 2011 15:10
„Til hamingju með daginn ríkisstjórn“ Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, segir að öll ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er komin upp varðandi stjórnlagaþingið hvíli hjá ríkisstjórninni og sérstaklega hjá „barnsmóður“ stjórnlagaþingsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. 25. janúar 2011 18:03
Númeraðir kjörseðlar, lélegir kjörkassar og pappaskilrúm Þrír menn kærðu framkvæmd kosningarinnar og kröfðust ógildingar. Kærurnar voru sameinaðar fyrir Hæstarétti en þær snerust um framkvæmd kosningarinnar og talningu á kjörseðlum. 25. janúar 2011 18:47
Inga Lind: „Við verðum að fá svör strax“ „Ég vil fá viðbrögð frá stjórnvöldum sem allra fyrst, ekki seinna en í dag," segir Inga Lind Karlsdóttir, þingmaður á stjórnlagaþingi. Hæstiréttur úrskurðaði í dag að kosning til stjórnlagaþings væri ógild vegna annmarka. 25. janúar 2011 15:57
„Niðurstaðan hefði ekki orðið önnur" Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra, sagði á Alþingi að grundvallaratriðið í umræðunni um dóm Hæstaréttar væri það að á engum manni hefði verið brotið og niðurstaða kosningarinnar hefði ekki orðið önnur þó annað fyrirkomulag hefði verið haft á. 25. janúar 2011 17:23
Illugi: „Miklir menn eru þeir þremenningar“ Illugi Jökulsson sem náði kjöri á stjórnlagaþing segir að þremenningarnir sem kærðu framkvæmd kosninganna til stjórnlagaþings séu „miklir menn." Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans. 25. janúar 2011 16:05
Þingfundi frestað til klukkan fimm Þingfundi var frestað í dag þegar fregnir bárust af ákvörðun Hæstaréttar um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Fundur átti að hefjast að nýju klukkan fjögur en honum hefur nú verið frestað til klukkan fimm. 25. janúar 2011 16:05
„Forseti, nú kjósum við bara aftur“ Margrét Tryggvadóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á Alþingi í dag að mikilvægasta málið núna væri að stjórnlagaþingið yrði haldið og að Íslendingar fái róttæka endurskoðun á stjórnarskránni. 25. janúar 2011 17:59
Stjórnlagaþingið er langhlaup Róbert Marshall, formaður Allsherjarnefndar, sagði ekki möguleika í stöðunni að stjórnlagaþing yrði tekið af dagskrá. Það hefði alltaf legið fyrir að stjórnlagaþingið væri langhlaup og þingið megi ekki gefast upp. 25. janúar 2011 17:56
Jóhanna hlýtur að íhuga stöðu sína Ólöf Nordal þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hljóti að íhuga stöðu sína eftir úrskurð Hæstaréttar að kosning til stjórnlagaþings sé ógild. 25. janúar 2011 17:41
„Fyrstu viðbrögð vonbrigði“ „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega vonbrigði, þetta kemur mjög á óvart, en það getur allt gerst þegar svona er annars vegar," segir Þorsteinn Fr. Sigurðsson framkvæmdastjóri undirbúningsnefndar stjórnlagaþings aðspurður um fyrstu viðbrögð við ákvörðun Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. 25. janúar 2011 15:37