Erlent

Keisaraskurður á kirkjugólfinu

Skotárásin vakti mikinn óhug í Madrid.
Skotárásin vakti mikinn óhug í Madrid.
Þunguð kona var skotin til bana í Sankti Maríu kirkjunni í Madrid í dag. Læknar þurftu að framkvæma keisaraskurð á kirkjugólfinu. Konan lést samstundis en læknum tókst að draga barnið úr kvið konunnar stuttu eftir. Það þurfti svo hjartanudd til að vekja barnið til lífsins.

Ekki er vitað hversu lengi konan var látin áður en læknar mættu á staðinn. Þannig er ómögulegt að segja til um hvort að barnið sé heilaskaddað.

Ofbeldismaðurinn var 34 ára afbrotamaður. Það sást til mannsins á gangi við kirkjuna rétt fyrir messu. Þegar athöfnin byrjaði gekk hann inn í kirkjuna og hóf að skjóta á kirkjugesti. Eftir skothríðina gekk maðurinn að altarinu, féll á hnén og svipti sig lífi.

Maðurinn hafði skotið af handahófi á fólkið og gaf aldrei skýringu á verknaðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×