Hjá okkur er komið nóg segir forstjóri LSH 13. ágúst 2011 07:00 Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, kveðst leyfa sér að fullyrða að engin önnur stofnun hafi þurft að skera jafnmikið niður og Landspítalinn síðan kreppan skall á. Fréttablaðið/Heiða Landspítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef halda á áfram að skera niður. Þetta skrifaði Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu spítalans í gær. „Ég hef sagt það áður að við værum alveg komin að brúninni. Nú er krafa á velferðarráðuneytið um 1,5 prósenta niðurskurð. Það finnst mörgum ekki mikið og telja jafnvel að skera ætti meira niður í þessum málaflokki en hjá okkur er komið nóg,“ segir forstjórinn í viðtali við Fréttablaðið. Hann kveðst leyfa sér að fullyrða að engin önnur stofnun hafi þurft að skera jafnmikið niður og Landspítalinn síðan kreppan skall á. Niðurskurðurinn hafi numið 23 prósentum. „Heildarútgjöld, sértekjur ekki reiknaðar með, hafa frá árinu 2008 lækkað um 8.608 milljónir á verðlagi ársins 2010. Þarna er búið að taka til hliðar svokölluð S-merkt lyf sem Sjúkratryggingar tóku yfir árið 2009.“ Björn segir starfsmenn Landspítalans hafa verið 5.218 í janúarlok 2009. Í lok maí síðastliðins hafi þeir verið 4.627 og sé það 11,5 prósenta fækkun jafnvel þótt síðastliðið ár hafi verið tekið við starfsemi og starfsmönnum St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði. „Þetta allt höfum við gert án þess að sjáanlegur munur sé á þjónustu við sjúklinga eða að biðlistar hafi lengst. Við höfum breytt þjónustustiginu en ekki nema að litlu leyti minnkað framleiðsluna á spítalanum. Sem dæmi um slíkt má nefna að sjúklingar sem áður lágu inni í tvo til þrjá daga liggja núna yfir daginn eða í einn sólarhring. Það er lagt meira á sjúklingana eða aðstandendur og kannski umhverfið. Það er ekki hægt að veita alveg það sama en við höfum samt getað hugsað um sjúklingana á öruggan hátt,“ segir forstjórinn. Hann getur þess að tvær meginástæður séu fyrir niðurskurðinum. Önnur sé áralangur hallarekstur sem ekki hafi tekist að snúa við fyrr en á síðasta ári. „Hin er gengisfall krónunnar, í kjölfar kreppunnar, sem kom sérlega hart niður á LSH þar sem stór hluti innkaupa spítalans á rekstrarvörum og lyfjum var í erlendri mynt, eftir alþjóðleg útboð.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Landspítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef halda á áfram að skera niður. Þetta skrifaði Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, í pistli á vefsíðu spítalans í gær. „Ég hef sagt það áður að við værum alveg komin að brúninni. Nú er krafa á velferðarráðuneytið um 1,5 prósenta niðurskurð. Það finnst mörgum ekki mikið og telja jafnvel að skera ætti meira niður í þessum málaflokki en hjá okkur er komið nóg,“ segir forstjórinn í viðtali við Fréttablaðið. Hann kveðst leyfa sér að fullyrða að engin önnur stofnun hafi þurft að skera jafnmikið niður og Landspítalinn síðan kreppan skall á. Niðurskurðurinn hafi numið 23 prósentum. „Heildarútgjöld, sértekjur ekki reiknaðar með, hafa frá árinu 2008 lækkað um 8.608 milljónir á verðlagi ársins 2010. Þarna er búið að taka til hliðar svokölluð S-merkt lyf sem Sjúkratryggingar tóku yfir árið 2009.“ Björn segir starfsmenn Landspítalans hafa verið 5.218 í janúarlok 2009. Í lok maí síðastliðins hafi þeir verið 4.627 og sé það 11,5 prósenta fækkun jafnvel þótt síðastliðið ár hafi verið tekið við starfsemi og starfsmönnum St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði. „Þetta allt höfum við gert án þess að sjáanlegur munur sé á þjónustu við sjúklinga eða að biðlistar hafi lengst. Við höfum breytt þjónustustiginu en ekki nema að litlu leyti minnkað framleiðsluna á spítalanum. Sem dæmi um slíkt má nefna að sjúklingar sem áður lágu inni í tvo til þrjá daga liggja núna yfir daginn eða í einn sólarhring. Það er lagt meira á sjúklingana eða aðstandendur og kannski umhverfið. Það er ekki hægt að veita alveg það sama en við höfum samt getað hugsað um sjúklingana á öruggan hátt,“ segir forstjórinn. Hann getur þess að tvær meginástæður séu fyrir niðurskurðinum. Önnur sé áralangur hallarekstur sem ekki hafi tekist að snúa við fyrr en á síðasta ári. „Hin er gengisfall krónunnar, í kjölfar kreppunnar, sem kom sérlega hart niður á LSH þar sem stór hluti innkaupa spítalans á rekstrarvörum og lyfjum var í erlendri mynt, eftir alþjóðleg útboð.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira