Líftækni í ljósi skáldskapar 13. ágúst 2011 21:00 Úlfhildur Dagsdóttir Mynd/GVA Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. "Mér fannst orðið tímabært að varpa nýju ljósi á umræðuna sem hefur verið á svolítið afmörkuðum nótum á Íslandi; of póltísk og of sértæk. Ég vil færa umræðuna yfir í breiðara samhengi byggt á skáldskap, félagsvísindum og hugvísindum og opna þannig hið menningarpólitíska samhengi." Þannig lýsir Úlfhildur Dagsdóttir viðfangsefni nýútkominnar bókar sinnar, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, þar sem leitast er við að skoða hvernig skáldskapur mótar hugmyndir manna um líftækni ekki síður heldur en vísindin. Að hennar sögn er fátítt að líftækni hafi verið skoðuð með þessum hætti hérlendis. "Fjallað hefur verið um líftækni í ljósi skáldskapar í nokkrum útgefnum greinum en aldrei í heildstæðu riti eingöngu helguðu viðfangsefninu," segir hún og útskýrir að bókin sé fræðrit í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn tengir þannig líftækni við bókmenntir og myndmál, þar með talið myndasögur, kvikmyndir og tónlistarmyndbönd. Í öðrum er yfirlit yfir erlenda umræðu um líftækni og sæborgir með áherslu á tengsl hennar við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Loks er horft til heimahagana þar sem innsýn er veitt í stöðu líftækni í fræðum og listum hérlendis. "Allt miðar þetta að því að skoða hvaða áhrif tækni hefur á samfélagið okkar og einstaklinginn sjálfan eða hugmyndir okkar um mennsku," bendir Úlfhildur á og bætir við að hugmyndirnar séu setta fram til að dýpka skilning íslenskra lesenda á þessum flóknu fyrirbrigðum, líftækni og sæborgum. Blaðamaður biður hana vinsamlegast um að útskýra nánar hugtakið sæborg áður lengra er haldið. "Sæborg er nærtækt dæmi um líftækni úr skáldskap og vísar til lífveru sem er að einhverju leyti vélræn eða vélar sem er að einhverju leyti lífræn," segir hún og tekur ófreskju Frankensteins og tortímandann úr samnefndum kvikmyndum sem dæmi um slíkar verur. "Ef við heimfærum þá skilgreiningu yfir á veruleikann mætti segja að við séum flest að einhverju leyti sæborgir í samfélögum nútímans sem reiða sig á alls konar tól og tækni. Svona rétt eins og þú ert að pikka þetta samtal inn á tölvu sem er þá orðin framlenging af þér," segir hún glettin. "Þess vegna fannst mér sæborgin ágætt viðmið því við getum sett okkur í hennar spor." Hvernig þessi nálgun á síðan eftir að hugnast vísindamönnum segir Úlfhildur svo annað mál. "Ég veit að þeir sem starfa á þessu sviði eru lítt gefnir fyrir að skella þessu öllu saman í einn hrærigraut eins og gert er í bókinni. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt til að setja hlutina í stærra samhengi," segir hún og kveðst vona að bókin veki umtal. "Eiginlega stóla ég á að hún valdi deilum," segir hún og brosir. - rve Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Líftækni, vélmenni, gervimenni og klón í bókmenntum og myndmáli er viðfangsefni nýútkominnar bókar Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. "Mér fannst orðið tímabært að varpa nýju ljósi á umræðuna sem hefur verið á svolítið afmörkuðum nótum á Íslandi; of póltísk og of sértæk. Ég vil færa umræðuna yfir í breiðara samhengi byggt á skáldskap, félagsvísindum og hugvísindum og opna þannig hið menningarpólitíska samhengi." Þannig lýsir Úlfhildur Dagsdóttir viðfangsefni nýútkominnar bókar sinnar, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, þar sem leitast er við að skoða hvernig skáldskapur mótar hugmyndir manna um líftækni ekki síður heldur en vísindin. Að hennar sögn er fátítt að líftækni hafi verið skoðuð með þessum hætti hérlendis. "Fjallað hefur verið um líftækni í ljósi skáldskapar í nokkrum útgefnum greinum en aldrei í heildstæðu riti eingöngu helguðu viðfangsefninu," segir hún og útskýrir að bókin sé fræðrit í þremur hlutum. Fyrsti hlutinn tengir þannig líftækni við bókmenntir og myndmál, þar með talið myndasögur, kvikmyndir og tónlistarmyndbönd. Í öðrum er yfirlit yfir erlenda umræðu um líftækni og sæborgir með áherslu á tengsl hennar við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Loks er horft til heimahagana þar sem innsýn er veitt í stöðu líftækni í fræðum og listum hérlendis. "Allt miðar þetta að því að skoða hvaða áhrif tækni hefur á samfélagið okkar og einstaklinginn sjálfan eða hugmyndir okkar um mennsku," bendir Úlfhildur á og bætir við að hugmyndirnar séu setta fram til að dýpka skilning íslenskra lesenda á þessum flóknu fyrirbrigðum, líftækni og sæborgum. Blaðamaður biður hana vinsamlegast um að útskýra nánar hugtakið sæborg áður lengra er haldið. "Sæborg er nærtækt dæmi um líftækni úr skáldskap og vísar til lífveru sem er að einhverju leyti vélræn eða vélar sem er að einhverju leyti lífræn," segir hún og tekur ófreskju Frankensteins og tortímandann úr samnefndum kvikmyndum sem dæmi um slíkar verur. "Ef við heimfærum þá skilgreiningu yfir á veruleikann mætti segja að við séum flest að einhverju leyti sæborgir í samfélögum nútímans sem reiða sig á alls konar tól og tækni. Svona rétt eins og þú ert að pikka þetta samtal inn á tölvu sem er þá orðin framlenging af þér," segir hún glettin. "Þess vegna fannst mér sæborgin ágætt viðmið því við getum sett okkur í hennar spor." Hvernig þessi nálgun á síðan eftir að hugnast vísindamönnum segir Úlfhildur svo annað mál. "Ég veit að þeir sem starfa á þessu sviði eru lítt gefnir fyrir að skella þessu öllu saman í einn hrærigraut eins og gert er í bókinni. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt til að setja hlutina í stærra samhengi," segir hún og kveðst vona að bókin veki umtal. "Eiginlega stóla ég á að hún valdi deilum," segir hún og brosir. - rve
Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira