Með ólíkindum að enginn ráðherra standi vörð um hagsmuni neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. ágúst 2011 18:45 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það lýsa ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum neytenda að engir ráðherrar hafi beitt sér fyrir því að heimila innflutning á kjöti á sama tíma og skortur er í verslunum. Forsvarsmenn verslanafyrirtækja eins og Haga og Krónunnar segja nauta-, lamba- og kjúklingakjöt vanta í verslanir. Í þessu samhengi sé viðvarandi skortur á lambakjöti. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hunsa lagaskyldu sína með því að gefa ekki innflutningsleyfi á lambakjöt. „Því máli höfum við þegar skotið til umboðsmanns Alþingis því það er okkar eina ráð gagnvart svona makalausri stjórnsýslu," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés segir með ólíkindum að engir stjórnmálamenn hafi brugðist við þessu. „Það lýsir ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart svona ríkum hagsmunum, hagsmunum verslunarinnar en þó fyrst og síðast hagsmunum neytenda, að pólitíkin og stjórnkerfið virði þessa ríku hagsmuni að vettugi með þögninni einni." Í áliti frá síðasta mánuði var það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að lagaheimildir ráðherra til að ákveða tolla á innflutning á landbúnaðarvörur væru í andstöðu við stjórnarskrána, en hún heimildar ekki að sköttum sé breytt nema með lögum og þá bannar hún sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekkert brugðist við þessu áliti á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því það birtist. „Maður hefði nú haldið að þegar umboðsmaður Alþingis sendir ekki bara sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur einnig fjármálaráðherra og forseta Alþingis, svona alvarlegar ábendingar um bresti í stjórnkerfinu, þá hefðu komið viðbrögð, á þessum þremur vikum, en þau eru engin," segir Andrés. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það lýsa ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart hagsmunum neytenda að engir ráðherrar hafi beitt sér fyrir því að heimila innflutning á kjöti á sama tíma og skortur er í verslunum. Forsvarsmenn verslanafyrirtækja eins og Haga og Krónunnar segja nauta-, lamba- og kjúklingakjöt vanta í verslanir. Í þessu samhengi sé viðvarandi skortur á lambakjöti. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hunsa lagaskyldu sína með því að gefa ekki innflutningsleyfi á lambakjöt. „Því máli höfum við þegar skotið til umboðsmanns Alþingis því það er okkar eina ráð gagnvart svona makalausri stjórnsýslu," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés segir með ólíkindum að engir stjórnmálamenn hafi brugðist við þessu. „Það lýsir ótrúlegu skeytingarleysi gagnvart svona ríkum hagsmunum, hagsmunum verslunarinnar en þó fyrst og síðast hagsmunum neytenda, að pólitíkin og stjórnkerfið virði þessa ríku hagsmuni að vettugi með þögninni einni." Í áliti frá síðasta mánuði var það niðurstaða umboðsmanns Alþingis að lagaheimildir ráðherra til að ákveða tolla á innflutning á landbúnaðarvörur væru í andstöðu við stjórnarskrána, en hún heimildar ekki að sköttum sé breytt nema með lögum og þá bannar hún sömuleiðis að stjórnvaldi sé falið skattlagningarvaldið. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ekkert brugðist við þessu áliti á þeim þremur vikum sem liðnar eru frá því það birtist. „Maður hefði nú haldið að þegar umboðsmaður Alþingis sendir ekki bara sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heldur einnig fjármálaráðherra og forseta Alþingis, svona alvarlegar ábendingar um bresti í stjórnkerfinu, þá hefðu komið viðbrögð, á þessum þremur vikum, en þau eru engin," segir Andrés. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnarráðherra, varð ekki við ósk fréttastofu um viðtal vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira