Úrslitastundin í dag 15. apríl 2011 08:00 Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson Gengið verður frá kjarasamningum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Hvort samningarnir verða til nokkurra vikna eða þriggja ára ræðst af því hvort samkomulag næst í dag við ríkisstjórnina um sjávarútvegsmál, samgönguframkvæmdir og fleiri mál, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir því sem blaðið kemst næst hljóðar fyrirkomulag launahækkana í þriggja ára kjarasamningi upp á 50.000 króna eingreiðslu strax og tíu til ellefu prósenta launahækkun í áföngum á þriggja ára samningstíma, þar af fjögur prósent 1. júní næstkomandi. Ef ekki næst samkomulag við stjórnvöld í dag verða að öllum líkindum gerðir skammtímasamningar til 15. júní. Einu launabreytingar verða þá 50.000 króna eingreiðsla. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ekkert annað liggja fyrir en að í dag verði gerðir samningar. „Það er klárt að kjarasamningar verða gerðir fyrir lok dags, hvort sem þeir verða til skemmri eða lengri tíma,“ segir Gylfi. Samningamenn funduðu í gær fram á kvöld og var að sögn ágætur andi í viðræðunum. Leiðtogar stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum í gærmorgun og segist Gylfi þar hafa fengið þau svör sem hann beið eftir. „Okkur fannst við fá alvöru svör, en nú viljum við fá að sjá þau í texta,“ segir Gylfi. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, er hóflega bjartsýnn á að samkomulag um langtímasamninga náist í dag. Hann segir fundinn með fulltrúum ríkisstjórnarinnar þó ekki hafa skilað miklum árangri og enn þurfi að semja um fjölmörg atriði. Ríkisstjórnin sé enn ekki reiðubúin að gera nóg varðandi samgönguframkvæmdir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kom á fund samningamanna í Karphúsinu seinnipartinn í gær og ræddi áform um orkuvinnslu og orkufrekan iðnað. Ráðherra benti mönnum þar á ársfund Landsvirkjunar í dag og að þar yrðu tíðindi af framtíðaruppbyggingu í orkumálum. „Þetta veitti okkur meiri bjartsýni. Ef fleiri mál gengju svona væri hægt að líta bjartari augum fram á veginn,“ segir Vilmundur. Miklar áhyggjur eru meðal SA af þeirri óvissu sem ríkir nú um lánshæfismat Íslands og þar af leiðandi forsendur fyrir fjármögnun stórframkvæmda og annarra fjárfestinga. „Við erum að leita að lausnum sem hægt er að byggja á en í mörgum málum er einfaldlega ekki hægt að finna málamiðlanir,“ segir Vilmundur. „Málin verða kláruð á annan hvorn veginn. Við getum ekki verið að velkjast með þetta lengur.“- sv Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Gengið verður frá kjarasamningum Alþýðusambandsins (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í dag. Hvort samningarnir verða til nokkurra vikna eða þriggja ára ræðst af því hvort samkomulag næst í dag við ríkisstjórnina um sjávarútvegsmál, samgönguframkvæmdir og fleiri mál, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir því sem blaðið kemst næst hljóðar fyrirkomulag launahækkana í þriggja ára kjarasamningi upp á 50.000 króna eingreiðslu strax og tíu til ellefu prósenta launahækkun í áföngum á þriggja ára samningstíma, þar af fjögur prósent 1. júní næstkomandi. Ef ekki næst samkomulag við stjórnvöld í dag verða að öllum líkindum gerðir skammtímasamningar til 15. júní. Einu launabreytingar verða þá 50.000 króna eingreiðsla. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ekkert annað liggja fyrir en að í dag verði gerðir samningar. „Það er klárt að kjarasamningar verða gerðir fyrir lok dags, hvort sem þeir verða til skemmri eða lengri tíma,“ segir Gylfi. Samningamenn funduðu í gær fram á kvöld og var að sögn ágætur andi í viðræðunum. Leiðtogar stjórnarflokkanna funduðu með fulltrúum í gærmorgun og segist Gylfi þar hafa fengið þau svör sem hann beið eftir. „Okkur fannst við fá alvöru svör, en nú viljum við fá að sjá þau í texta,“ segir Gylfi. Vilmundur Jósefsson, formaður SA, er hóflega bjartsýnn á að samkomulag um langtímasamninga náist í dag. Hann segir fundinn með fulltrúum ríkisstjórnarinnar þó ekki hafa skilað miklum árangri og enn þurfi að semja um fjölmörg atriði. Ríkisstjórnin sé enn ekki reiðubúin að gera nóg varðandi samgönguframkvæmdir. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kom á fund samningamanna í Karphúsinu seinnipartinn í gær og ræddi áform um orkuvinnslu og orkufrekan iðnað. Ráðherra benti mönnum þar á ársfund Landsvirkjunar í dag og að þar yrðu tíðindi af framtíðaruppbyggingu í orkumálum. „Þetta veitti okkur meiri bjartsýni. Ef fleiri mál gengju svona væri hægt að líta bjartari augum fram á veginn,“ segir Vilmundur. Miklar áhyggjur eru meðal SA af þeirri óvissu sem ríkir nú um lánshæfismat Íslands og þar af leiðandi forsendur fyrir fjármögnun stórframkvæmda og annarra fjárfestinga. „Við erum að leita að lausnum sem hægt er að byggja á en í mörgum málum er einfaldlega ekki hægt að finna málamiðlanir,“ segir Vilmundur. „Málin verða kláruð á annan hvorn veginn. Við getum ekki verið að velkjast með þetta lengur.“- sv
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira