Innlent

Milljónir evra fyrir verðsamráð

Þrjú stórfyrirtæki hafa játað á sig ólöglegt verðsamráð.
Þrjú stórfyrirtæki hafa játað á sig ólöglegt verðsamráð.
Framkvæmdastjórn ESB úrskurðaði í gær að stórfyrirtækin Proctor & Gamble, Unilever og Henkel hefðu gerst brotleg við samkeppnislög og voru tvö fyrrnefndu fyrirtækin dæmd til að greiða rúmar 300 milljónir evra í sektir. Henkel slapp við sektir þar sem forsvarsmenn þess tilkynntu um brotin.

Fyrirtækin viðurkenndu að hafa haft ólöglegt samráð, í átta ESB-löndum, um verð á duftþvottaefni fyrir þvottavélar. Sektirnar lækka þó verulega þar sem fyrirtækin gengust við brotunum og sömdu um málalok utan dómstóla.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×