Foreldrar harma ákvörðun um sameiningu skóla 15. apríl 2011 13:57 Mynd/Vilhelm Stjórn Foreldrafélags Hvassaleitisskóla harmar þá ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar að falla ekki frá sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Í tilkynningu frá stjórninni er ítrekað sú krafa að tillaga um sameiningu skólanna verði dregin til baka og sjálfstæði Hvassaleitisskóla tryggt. Félagið segist reiðubúið til samstarfs við borgaryfirvöld og skólastjórnendur til að finna leiðir til fjárhagslegrar hagræðingar. Þá segir að það sé með ólíkindum að fallið sé frá því að sameina tvo leikskóla, Seljaborg og Seljakot, vegna ólíkrar hugmyndafræði og stefna en samtímis lagt til að sameina tvo grunnskóla með gjörólíkar kennslustefnur. „Í Hvassaleitisskóla er greinabundin kennsla en nemendur Álftamýrarskóla búa við samkennslu árganga,“ segir í tilkynningunni. „Í umfjöllun um Hvassaleitisskóla í umsögn menntaráðs um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar í skóla-og frístundastarfi barna og unglinga í Reykjavík kemur fram að í umsögnum frá skólanum hafi komið fram sterk krafa foreldra um að vera þátttakendur í breytingarferlinu og mótun fyrirkomulags skólastarfs í skólanum og með því að fresta sameiningu til 1. janúar 2012 gefist tími til að undirbúa breytingarnar með þátttöku starfsfólks og foreldra. Stjórn foreldrafélagsins telur að umsögn sín hafi verið mistúlkuð. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla óskaði eftir því í umsögn sinni að borgarstjórn færi hægt í sakirnar við að endurskipuleggja skólastarf í Hvassaleitisskóla og notaði næsta ár til að skoða þá möguleika sem í boði eru til að hagræða í fullri sátt við foreldra og hefur stjórn foreldrafélagsins ítrekað þá ósk á fundi með Oddnýju Sturludóttur og Ragnari Þorsteinssyni. Það er eindreginn vilji stjórnar foreldrafélagsins að eiga samtarf við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Hvassaleitisskóla en ekki gjörðan hlut.“ Þá er bent á að í breytingatillögum menntaráðs sem kynntar hafa verið sé fallið frá sameiningum skóla í Breiðholti og Vesturbæ og lagt til að skipaðir verði starfshópar sem skóla- og foreldrasamfélagið verði virkir þátttakendur í. „Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla fagnar áhuga borgaryfirvalda á að eiga náið samstarf við foreldra í Breiðholti og Vesturbæ um þróun skólastarfs en harmar að borgaryfirvöld hunsi ítrekaða beiðni foreldra barna í Hvassaleitisskóla um samráð. Til að jafnræðis sé gætt milli borgarhluta krefst stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla þess að tillaga um sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla verði dregin til baka og foreldarar í þessum skólum fái að eiga svipað samstarf og samráð við borgaryfirvöld um þróun skólastarfs í hverfinu og í Breiðholti og Vesturbæ,“ segir að lokum. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Stjórn Foreldrafélags Hvassaleitisskóla harmar þá ákvörðun menntaráðs Reykjavíkurborgar að falla ekki frá sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Í tilkynningu frá stjórninni er ítrekað sú krafa að tillaga um sameiningu skólanna verði dregin til baka og sjálfstæði Hvassaleitisskóla tryggt. Félagið segist reiðubúið til samstarfs við borgaryfirvöld og skólastjórnendur til að finna leiðir til fjárhagslegrar hagræðingar. Þá segir að það sé með ólíkindum að fallið sé frá því að sameina tvo leikskóla, Seljaborg og Seljakot, vegna ólíkrar hugmyndafræði og stefna en samtímis lagt til að sameina tvo grunnskóla með gjörólíkar kennslustefnur. „Í Hvassaleitisskóla er greinabundin kennsla en nemendur Álftamýrarskóla búa við samkennslu árganga,“ segir í tilkynningunni. „Í umfjöllun um Hvassaleitisskóla í umsögn menntaráðs um skýrslu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar í skóla-og frístundastarfi barna og unglinga í Reykjavík kemur fram að í umsögnum frá skólanum hafi komið fram sterk krafa foreldra um að vera þátttakendur í breytingarferlinu og mótun fyrirkomulags skólastarfs í skólanum og með því að fresta sameiningu til 1. janúar 2012 gefist tími til að undirbúa breytingarnar með þátttöku starfsfólks og foreldra. Stjórn foreldrafélagsins telur að umsögn sín hafi verið mistúlkuð. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla óskaði eftir því í umsögn sinni að borgarstjórn færi hægt í sakirnar við að endurskipuleggja skólastarf í Hvassaleitisskóla og notaði næsta ár til að skoða þá möguleika sem í boði eru til að hagræða í fullri sátt við foreldra og hefur stjórn foreldrafélagsins ítrekað þá ósk á fundi með Oddnýju Sturludóttur og Ragnari Þorsteinssyni. Það er eindreginn vilji stjórnar foreldrafélagsins að eiga samtarf við borgaryfirvöld um framtíðarskipulag Hvassaleitisskóla en ekki gjörðan hlut.“ Þá er bent á að í breytingatillögum menntaráðs sem kynntar hafa verið sé fallið frá sameiningum skóla í Breiðholti og Vesturbæ og lagt til að skipaðir verði starfshópar sem skóla- og foreldrasamfélagið verði virkir þátttakendur í. „Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla fagnar áhuga borgaryfirvalda á að eiga náið samstarf við foreldra í Breiðholti og Vesturbæ um þróun skólastarfs en harmar að borgaryfirvöld hunsi ítrekaða beiðni foreldra barna í Hvassaleitisskóla um samráð. Til að jafnræðis sé gætt milli borgarhluta krefst stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla þess að tillaga um sameiningu Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla verði dregin til baka og foreldarar í þessum skólum fái að eiga svipað samstarf og samráð við borgaryfirvöld um þróun skólastarfs í hverfinu og í Breiðholti og Vesturbæ,“ segir að lokum.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira