Innlent

Björk vill annað sætið

Björk Vilhelmsdóttir.
Björk Vilhelmsdóttir.

Björk Vilhelmsdóttir, félagsráðgjafi og borgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í prófkjöri flokksins sem haldið verður 30. janúar næstkomandi. Björk hefur átt sæti í borgarstjórn í átta ár þar sem hún hefur verið atkvæðamikil í velferðarmálum, auk þess að sitja í skipulagsráði og borgarráði.

Á næsta kjörtímabili ætlar Björk meðal annars að beita sér í aðgerðum gegn vaxandi fátækt, fyrir atvinnuuppbyggingu, verndun starfa og öflugri velferðarþjónustu fyrir þá sem þurfa.

Hún leggur áherslu á að mannréttindi, jafnrétti og virðing verði höfð að leiðarljósi þegar Reykjavíkurborg tekur yfir þjónustu við fatlaða og aldraðra frá ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×