Vindmyllur raunhæfur kostur: Best að virkja á Suðurlandi 18. nóvember 2010 06:00 Vindorkuver undan vesturströnd Jótlands í Danmörku, nærri Esbjerg. fréttablaðið/ap Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi. Starf hópsins er hluti af Icewind, samnorrænu rannsóknarverkefni sem rannsakar mögulegar endurbætur í nýtingu vindorku á Norðurlöndunum. Sérstakri athygli er beint að Íslandi í verkefninu og mögulegri nýtingu vindorku hér á landi. Norræna ráðherranefndin veitti Icewind styrk fyrr á þessu ári að upphæð 12,3 milljóna norskra króna, eða rúmar 230 milljónir íslenskra króna. Veðurstofa Íslands er einnig meðal þeirra sem að verkefninu koma.Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir að verið sé að skoða möguleikana á vindvirkjun hér á landi mjög alvarlega. Þátttaka og vægi hópsins í Icewind sýni meðal annars fram á það. „Tilgangurinn er að Ísland verði samstíga hinum Norðurlöndunum," segir hann. „Við hófum vinnuna okkar á núllpunkti vegna þess að það hefur aldrei verið reist vindmylla hér á landi. En okkur miðar mjög vel." Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá því í fyrra kemur meðal annars fram að kostir vindorku séu fyrst og fremst þeir að auðlindin sé ókeypis og vindrafstöðvar séu nær lausar við mengun. Á móti eru nefnd sjónarmið um að orkuframleiðsla vindorkuvera sé óstöðug, turnarnir skemmi útsýni og að þetta sé dýr leið til orkuframleiðslu. Vindmyllur framleiða á bilinu 1 til 7 megavött af orku. Úlfar segir Ísland hafa forskot á hin Norðurlandaríkin hvað það varðar, en orka frá einni vindmyllu hér á landi sé að jafnaði um helmingi meiri en víðast erlendis. „Hugsanlega væri hægt að byrja á því að reisa myllu sem væri 2 megavött," segir hann. „En það góða við Ísland er að ein mylla getur framleitt mun meiri orku heldur en á flestum stöðum erlendis. Mylla hér á landi getur framleitt af fullum krafti um 40 prósent tímans. Það er töluvert hærra hlutfall heldur en víða erlendis, þar sem það er oftast í kringum 30 prósent á sjó og um 20 prósent á landi." sunna@frettabladid.is Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Suðurlandsundirlendið virðist vera það landsvæði sem hentar hvað best fyrir vindrafstöð hér á landi. Eru þetta niðurstöður rannsóknarhóps sem Landsvirkjun setti nýverið af stað til þess að kanna hvernig undirbúa mætti uppsetningu og rekstur vindrafstöðva á Íslandi. Starf hópsins er hluti af Icewind, samnorrænu rannsóknarverkefni sem rannsakar mögulegar endurbætur í nýtingu vindorku á Norðurlöndunum. Sérstakri athygli er beint að Íslandi í verkefninu og mögulegri nýtingu vindorku hér á landi. Norræna ráðherranefndin veitti Icewind styrk fyrr á þessu ári að upphæð 12,3 milljóna norskra króna, eða rúmar 230 milljónir íslenskra króna. Veðurstofa Íslands er einnig meðal þeirra sem að verkefninu koma.Úlfar Linnet, sérfræðingur í orkuathugunum hjá Landsvirkjun, segir að verið sé að skoða möguleikana á vindvirkjun hér á landi mjög alvarlega. Þátttaka og vægi hópsins í Icewind sýni meðal annars fram á það. „Tilgangurinn er að Ísland verði samstíga hinum Norðurlöndunum," segir hann. „Við hófum vinnuna okkar á núllpunkti vegna þess að það hefur aldrei verið reist vindmylla hér á landi. En okkur miðar mjög vel." Í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá því í fyrra kemur meðal annars fram að kostir vindorku séu fyrst og fremst þeir að auðlindin sé ókeypis og vindrafstöðvar séu nær lausar við mengun. Á móti eru nefnd sjónarmið um að orkuframleiðsla vindorkuvera sé óstöðug, turnarnir skemmi útsýni og að þetta sé dýr leið til orkuframleiðslu. Vindmyllur framleiða á bilinu 1 til 7 megavött af orku. Úlfar segir Ísland hafa forskot á hin Norðurlandaríkin hvað það varðar, en orka frá einni vindmyllu hér á landi sé að jafnaði um helmingi meiri en víðast erlendis. „Hugsanlega væri hægt að byrja á því að reisa myllu sem væri 2 megavött," segir hann. „En það góða við Ísland er að ein mylla getur framleitt mun meiri orku heldur en á flestum stöðum erlendis. Mylla hér á landi getur framleitt af fullum krafti um 40 prósent tímans. Það er töluvert hærra hlutfall heldur en víða erlendis, þar sem það er oftast í kringum 30 prósent á sjó og um 20 prósent á landi." sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira