Innlent

Refir fjölga sér meira en nokkru sinni fyrr

Refur í leyni.
Refur í leyni. Mynd/Vilhelm
Hagur villtra refa hefur vænkast mjög vegna breytinga á orðalagi í relgugerð, og fjölga þeir sér nú meira en nokkru sinni fyrr.

Í gær sagði Vísir frá því að refir væru búnir að drepa að minnstakosti fimm lömb og kindur í Borgarfirði upp á síðkastið og af ótta refaveiðimanna um að þeir muni halda því áfram, þegar þeir eru komnir á bragðið.

Þá berast þær fréttir úr Ísafjarðardjúpi að þar gerist æ efiðara að verja æðarvarp fyrir ágangi refsins. Einnig að hans sé að verða vart niður í byggð á víða á Suðurlandi. Kunnugir rekja þetta til breytinga á reglugerð um refa og minnkaveiðar, sem var breytt fyrir nokkrum árum á þann hátt að í stað þess að sveitarfélögum væri skylt að halda þessum dýrum í skefjum með veiðum, sé sveitarfélögum heimilt að gera það.

Það hafi sveitarstjórnir notað sér til að skera niður farmlög til veiðanna, refastofninum í hag. Þá er nú starfandi nefnd á vegum umhverfissráðuneytisins til að yfirfara þessa reglugerð, með hliðsjón af Evrópusambandsákvæðum um að ekki megi skjóta tófu, ef vitað er að hún eigi yrðlinga í greni, en venjan hér hefur verið að skjóta tófuna fyrst, til að geta svo unnið á greninu.

Bændur, veiðimenn, landeigendur og æðarbændur hafa verulegar áhyggjur af þessu, og ekki síst af því að engin úr þeira röðum er í nefndinni til að koma sjónarmiðunum á farmfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×