Innlent

Erlend kona villtist á göngu um Vestfirði

Kona af erlendum uppruna, sem villtist á göngu milli Hnífsdals og Bolungarvíkur síðdegis í gær, var orðin köld og þreytt þegar björgunarsveitarmenn fundu hana heila á húfi í gærkvöldi, en að öðru leiti amaði ekkert að henni.

Það var um klukkan hálf sex í gærkvöldi sem hún hringdi í lögreglu og sagðist vera orðin villt og voru 40 björgunarsveitarmenn og tveir leitarhundar sendir af stað.

Hún gat gefið upp númer á rafmagnsstaur, sem hún var við, og með það að leiðarljósi fundu björguarmenn hana, skammt frá Bolungarvík








Fleiri fréttir

Sjá meira


×