Innlent

Tveir leiðangrar keyrðir saman

Reynt er að fá heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða. fréttablaðið/pjetur
Reynt er að fá heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða. fréttablaðið/pjetur

Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson eru nú í umfangsmiklum rannsóknaleiðangri umhverfis landið og í grænlenskri lögsögu. Þrjú rannsóknaverkefni eru sameinuð: stofnmæling botnfiska að haustlagi (haustrall), loðnumæling og mælingar á ástandi sjávar.

Markmiðið er að ná fram meiri tengingu milli hefðbundinnar stofnmælingar með botnvörpu, bergmálsmælinga og sjórannsókna. Vonast er til að með því náist fram heildstæðari mynd af vistkerfi Íslandsmiða, auk þess sem betri nýting fæst á úthaldi skipanna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×