Innlent

Endurunnið vekur athygli

Erla Dögg Ingjaldsdóttir
Erla Dögg Ingjaldsdóttir

„Þetta er klapp á bakið. Það er okkar markmið að vinna með það sem til er og nota efni á annan hátt en þau voru ætluð fyrir upphaflega," útskýrir Erla Dögg Ingjaldsdóttir, sem hefur ásamt manni sínum, Tryggva Thorsteinssyni, hlotið R+D verðlaun bandaríska hönnunartímaritsins Architect Magazine.

Erla og Tryggvi, sem eiga og reka hönnunarstofuna Minarc í Santa Monica í Bandaríkjunum, veittu verðlaununum viðtöku fyrir vaskinn Rubbish sem búinn er til úr endurunnum hjólbörðum. Þau segja hann byggðan á hugmyndum um notagildi og umhverfisvernd.- rat / allt í miðju blaðsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×